Fjölnir aldrei tapað í undanúrslitum | Hvað gerist í dag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 14:00 Úr leik liðanna í Dominos deild karla í vetur. Vísir/Bára Grindavík og Fjölnir mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins síðar í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í Dominos deild karla í vetur. Það er hins vegar ekki spurt að því þegar mætt er í bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram í Laugardalshöllinni. Fyrir leik dagsins má reikna með sigri Grindavíkur sem situr í 8. sæti deildarinnar með sjö sigra í þeim 18 leikjum sem þeir hafa leikið til þessa í deildinni. Á sama tíma situr Fjölnir hins vegar í neðsta sætinu með aðeins einn sigur. Fjölnir hafa tvisvar komist í undanúrslit í sögu félagsins. Árið 2005 fóru þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Njarðvík og þremur árum síðar var það sama upp á teningnum. Þá tapaði liðið einnig í úrslitum, að þessu sinni gegn Snæfelli. Rætt var við báða þjálfara liðanna í Sportbakkanum á Stöð 2 í gær en báðir þjálfarar eru nokkuð brattir fyrir leik kvöldsins. Viðtölin má sjá hér að neðan í fréttinni.„Þetta er kærkomið fyrir okkur þar sem staðan í deildinni er orðin þröng en það skiptir engu máli í þessu verkefni. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað við getum og það eru allir gíraðir í það,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis í viðtali við Stöð 2 Sport.„Miklu betri staða en við vorum í fyrir mánuði eða tveimur síðan, ekki spurning. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni núna á miðvikudaginn og óskandi að við náum góðri frammistöðu í þeim leik því við höfum verið að spila þokkalega undanfarið. Með tilkomu nýs Bandaríkjamanns og Evrópsks leikmans þá höfum við verið í góðum takti. Svo ég óska þess að þetta gangi vel í framhaldinu,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur um leik dagsins.Leið Fjölnis í undanúrslit Eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð þá mætti liðið Vestra á Ísafirði í þeirri næstu. Þar unnu Fjölnismenn á endanum þægilegan 17 stiga sigur, 85-68. Í þriðju umferð mætti Keflavík í Grafarvoginn og unnu heimamenn óvæntan sex stiga sigur í mögnuðum leik. lokatölur 106-100. Erlendu leikmenn Fjölnis fóru mikinn í leiknum en Srdan Stojanovic skoraði 34 stig og Viktor Lee Moses gerði 30. Leið Grindavíkur í undanúrslit Grindvíkingar mættu Hamri á útivelli í fyrstu umferð og unnu öruggan 19 stiga sigur, lokatölur í Hveragerði 96-77 Grindavík í vil. Þeir pökkuðu svo sexföldum Íslandsmeisturum KR saman í annarri umferð. Grindvíkingar fóru einfaldlega á kostum í leiknum og unnu á endanum 29 stiga sigur, 110-81. Jamal Olasawere gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum og Ingvi Þór Guðmundsson gerði 23 stig. Í þriðju umferð lögðu Grindvíkingar land undir fót er þeir fóru þá til Hafnar í Hornafirði og mættu heimamönnum í Sindra. Þar unnu þeir 19 stiga sigur líkt og gegn Hamri. Lokatölur 93-74 og sætið í undanúrslitum tryggt. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30 Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
Grindavík og Fjölnir mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins síðar í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í Dominos deild karla í vetur. Það er hins vegar ekki spurt að því þegar mætt er í bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram í Laugardalshöllinni. Fyrir leik dagsins má reikna með sigri Grindavíkur sem situr í 8. sæti deildarinnar með sjö sigra í þeim 18 leikjum sem þeir hafa leikið til þessa í deildinni. Á sama tíma situr Fjölnir hins vegar í neðsta sætinu með aðeins einn sigur. Fjölnir hafa tvisvar komist í undanúrslit í sögu félagsins. Árið 2005 fóru þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Njarðvík og þremur árum síðar var það sama upp á teningnum. Þá tapaði liðið einnig í úrslitum, að þessu sinni gegn Snæfelli. Rætt var við báða þjálfara liðanna í Sportbakkanum á Stöð 2 í gær en báðir þjálfarar eru nokkuð brattir fyrir leik kvöldsins. Viðtölin má sjá hér að neðan í fréttinni.„Þetta er kærkomið fyrir okkur þar sem staðan í deildinni er orðin þröng en það skiptir engu máli í þessu verkefni. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað við getum og það eru allir gíraðir í það,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis í viðtali við Stöð 2 Sport.„Miklu betri staða en við vorum í fyrir mánuði eða tveimur síðan, ekki spurning. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni núna á miðvikudaginn og óskandi að við náum góðri frammistöðu í þeim leik því við höfum verið að spila þokkalega undanfarið. Með tilkomu nýs Bandaríkjamanns og Evrópsks leikmans þá höfum við verið í góðum takti. Svo ég óska þess að þetta gangi vel í framhaldinu,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur um leik dagsins.Leið Fjölnis í undanúrslit Eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð þá mætti liðið Vestra á Ísafirði í þeirri næstu. Þar unnu Fjölnismenn á endanum þægilegan 17 stiga sigur, 85-68. Í þriðju umferð mætti Keflavík í Grafarvoginn og unnu heimamenn óvæntan sex stiga sigur í mögnuðum leik. lokatölur 106-100. Erlendu leikmenn Fjölnis fóru mikinn í leiknum en Srdan Stojanovic skoraði 34 stig og Viktor Lee Moses gerði 30. Leið Grindavíkur í undanúrslit Grindvíkingar mættu Hamri á útivelli í fyrstu umferð og unnu öruggan 19 stiga sigur, lokatölur í Hveragerði 96-77 Grindavík í vil. Þeir pökkuðu svo sexföldum Íslandsmeisturum KR saman í annarri umferð. Grindvíkingar fóru einfaldlega á kostum í leiknum og unnu á endanum 29 stiga sigur, 110-81. Jamal Olasawere gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum og Ingvi Þór Guðmundsson gerði 23 stig. Í þriðju umferð lögðu Grindvíkingar land undir fót er þeir fóru þá til Hafnar í Hornafirði og mættu heimamönnum í Sindra. Þar unnu þeir 19 stiga sigur líkt og gegn Hamri. Lokatölur 93-74 og sætið í undanúrslitum tryggt.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30 Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30
Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22
Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31