Arjen Robben er kóngurinn í augum leikmannsins sem Liverpool reyndi að kaupa í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 16:00 Samuel Chukwueze er mjög spennandi leikmaður sem er fæddur árið 1999. Skiptir hann úr gulu í rautt í sumar? Getty/Tim Clayton Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira