Enski boltinn

Liverpool skuldbindur sig til að hjálpa Klopp að yfirgefa félagið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp er búinn að búa til frábært Liverpool lið sem er líklegt til afreka þar til að samningur hans rennur úr árið 2024.
Jürgen Klopp er búinn að búa til frábært Liverpool lið sem er líklegt til afreka þar til að samningur hans rennur úr árið 2024. Getty/Laurence Griffiths

Það vill að sjálfsögðu enginn Liverpool stuðningsmaður að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hætti með liðið en Klopp fékk hins vegar mjög sérstakt ákvæði í nýja samninginn sinn.

Liverpool fólk fagnaði vel í desember þegar félagið tilkynnti það að Jürgen Klopp hefði framlengt samning sinn við Liverpool til ársins 2024 enda sannkölluð jólagjöf til stuðningsmanna félagsins.

Nú hafa enskir fjölmiðlar grafið það upp að Klopp fékk að setja athyglisvert ákvæði inn í samninginn sinn.



Klopp er 52 ára gamall og hefur stýrt Liverpool liðinu síðan í október 2015 eða í rúm fjögur ár. Hann verður orðinn 56 ára þegar samningur hans á Anfield rennur út. Draumur Liverpool væri að halda honum enn lengur enda hefur Þjóðverjinn byggt upp frábært lið hjá Liverpool sem er á góðri leið með að vera Evrópu-, heims- og Englandsmeistari.

Það er samt ólíklegt að það gerist því í fyrrnefndum samningi þá skuldbindur Liverpool sig til að hjálpa Jürgen Klopp að yfirgefa félagið og fara aftur til Þýskalands þegar samningurinn rennur út.

Forráðamenn Liverpool vilja skilja vel við stjórann sinn sem er þegar kominn í hóp þeirra goðsagnakenndustu hjá þessu sigursæla félagi.

Það eru hins vegar fjögur tímabil þangað til í viðbót við það sem er í gangi núna. Á þeim tíma er líklegt að Jürgen Klopp haldi áfram að hlaða inn titlum á Anfield. Liverpool liðið er ungt ennþá og það er líka fullt af spennandi ungum leikmönnum að koma inn eins og sást á árangri krakkaliðsins í enska bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×