Kim laumar kolum til Kína 11. febrúar 2020 16:44 AP/KCNA Yfirvöld Norður-Kóreu hafa haldið áfram þróun kjarnorkuvopna og eldflauga þrátt fyrir ályktanir og viðskiptaþvinganir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Farið hefur verið fram hjá þvingunum með því að smygla koli úr landi með aðstoð Kínverja og þaðan hefur einræðisríkið orðið sér út um verðmætan gjaldeyri sem notaður hefur verið til að kaupa eldsneyti, tæki og tól fyrir vopnaáætlanir ríkisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir öryggisráðið og verður opinberuð í næsta mánuði. Blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir skýrsluna. Viðskiptaþvingunum var fyrst beitt gegn Norður-Kóreu árið 2006 og hafa þær verið hertar reglulega síðan þá. Markmiðið er að koma í veg fyrir að forsvarsmenn ríkisins geti komið höndum yfir búnað og kunnáttu til að byggja kjarnorkuvopn og eldflaugar til að bera þau. Norður-Kórea hefur þó sýnt mikla getu til að komast fram hjá þvingununum. Norður-Kóreu var til að mynda meinað að selja kol árið 2017. Síðan þá áætla Sameinuðu þjóðirnar þó að frá janúar til ágúst í fyrra hafi 3,7 milljónir tonna af kolum verði smyglað frá Norður-Kóreu með notkun pramma. Kolin voru flutt úr fraktskipum frá Norður-Kóreu yfir í pramma frá Kína. Þeir voru svo notaðir til að flytja kolin til Kína og selja þau þar. Yfirvöld Kína hafa þó lengi staðhæft að þeir fylgi viðskiptaþvingununum. Í yfirlýsingu til Reuters segja erindrekar Kína gagnvart Sameinuðu þjóðunum að ásakanirnar í skýrslunum séu innihaldslausar. Yfirvöld Kína og Rússlands hafa haldið því fram að viðskiptaþvinganirnar komi niður á almennum borgurum í Norður-Kóreu og er það að vissu leyti stutt í skýrslunni. Þar segir að lítill vafi sé á því að þvinganirnar komi niður á borgurum, þó erfitt sé að staðhæfa það út frá þeim gögnum sem til eru. Forsvarsmenn Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands segja þó alls ekki tímabært að aflétta þvingunum. Norður-Kórea Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa haldið áfram þróun kjarnorkuvopna og eldflauga þrátt fyrir ályktanir og viðskiptaþvinganir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Farið hefur verið fram hjá þvingunum með því að smygla koli úr landi með aðstoð Kínverja og þaðan hefur einræðisríkið orðið sér út um verðmætan gjaldeyri sem notaður hefur verið til að kaupa eldsneyti, tæki og tól fyrir vopnaáætlanir ríkisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir öryggisráðið og verður opinberuð í næsta mánuði. Blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir skýrsluna. Viðskiptaþvingunum var fyrst beitt gegn Norður-Kóreu árið 2006 og hafa þær verið hertar reglulega síðan þá. Markmiðið er að koma í veg fyrir að forsvarsmenn ríkisins geti komið höndum yfir búnað og kunnáttu til að byggja kjarnorkuvopn og eldflaugar til að bera þau. Norður-Kórea hefur þó sýnt mikla getu til að komast fram hjá þvingununum. Norður-Kóreu var til að mynda meinað að selja kol árið 2017. Síðan þá áætla Sameinuðu þjóðirnar þó að frá janúar til ágúst í fyrra hafi 3,7 milljónir tonna af kolum verði smyglað frá Norður-Kóreu með notkun pramma. Kolin voru flutt úr fraktskipum frá Norður-Kóreu yfir í pramma frá Kína. Þeir voru svo notaðir til að flytja kolin til Kína og selja þau þar. Yfirvöld Kína hafa þó lengi staðhæft að þeir fylgi viðskiptaþvingununum. Í yfirlýsingu til Reuters segja erindrekar Kína gagnvart Sameinuðu þjóðunum að ásakanirnar í skýrslunum séu innihaldslausar. Yfirvöld Kína og Rússlands hafa haldið því fram að viðskiptaþvinganirnar komi niður á almennum borgurum í Norður-Kóreu og er það að vissu leyti stutt í skýrslunni. Þar segir að lítill vafi sé á því að þvinganirnar komi niður á borgurum, þó erfitt sé að staðhæfa það út frá þeim gögnum sem til eru. Forsvarsmenn Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands segja þó alls ekki tímabært að aflétta þvingunum.
Norður-Kórea Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira