Steve McClaren segir að Van Dijk sé sá eini hjá Liverpool sem kæmist í 1999 liðið hjá United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:45 Liverpool og Manchester United unnu bæði Meistaradeildina með þessum liðum. Samsett/Getty Fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga telur að flestir af stjörnuleikmönnum Liverpool í dag séu ekki nógu góður til að komast í þrennulið Manchester United frá 1998-99 tímabilinu. Liverpool er að rúlla yfir ensku úrvalsdeildina í vetur og það hefur kallað á samanburð við önnur frábær ensk lið í gegnum tíðina. Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-98 vann alla þrjá stóru titlana á ss dögum í maímánuði 1999. Liðið vann ensku deildina 16. maí með 2-1 endurkomusigri á Tottenham, enski bikarinn vannst eftir 2-0 sigur á Newcastle á Wembley 22. maí og liðið vann síðan meistaradeildina eftir 2-1 endurkomusigur á Bayern München þar sem bæði mörkin komu í uppbótatíma. Nothing like a bit of a lunchtime debate.. Use our selector on the link below to pick your combined XI from Manchester United's 'Treble Winners' and the current Premier League leaders...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 11, 2020 En stenst þetta Liverpool liðið í dag, ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari félagsliða, samanburð fyrir United liðið frá því fyrir rúmum tuttugu árum? Sky Sports er nú að bjóða upp á það að velja eitt ellefu manna úrvalslið úr leikmannahópum Liverpool 2019-20 og Manchester United 1998-99. Steve McClaren bar aðstoðarstjóri Sir Alex Ferguson þetta 1998-99 tímabil en hann stýrði seinna Middlesbrough, enska landsliðinu og Newcastle United svo einhver lið séu nefnd. McClaren er á því að aðeins einn leikmaður úr Liverpool liðinu kæmist í þetta úrvalslið. Það er hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk. „Virgil van Dijk við hlið Jaap Stam. Það kæmist enginn framhjá þeim,“ sagði Steve McClaren við Sky Sports. „Að mínu mati væri það aðeins Van Dijk sem kæmist í þetta United lið. Þegar þú horfir á þetta Manchester United lið þá sérðu leiðtoga út um allan völl. Leiðtogahæfni liðsins var lykilatriðið,“ sagði McClaren. Manchester United frá 1998-99 spilaði 4-4-2 en Liverpool liðið í dag spilar 4-3-3. Hér er hægt að kjósa í liðið og nú er að sjá hvort stuðningsmenn félaganna á Íslandi geti látið eitthvað til sín taka. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga telur að flestir af stjörnuleikmönnum Liverpool í dag séu ekki nógu góður til að komast í þrennulið Manchester United frá 1998-99 tímabilinu. Liverpool er að rúlla yfir ensku úrvalsdeildina í vetur og það hefur kallað á samanburð við önnur frábær ensk lið í gegnum tíðina. Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-98 vann alla þrjá stóru titlana á ss dögum í maímánuði 1999. Liðið vann ensku deildina 16. maí með 2-1 endurkomusigri á Tottenham, enski bikarinn vannst eftir 2-0 sigur á Newcastle á Wembley 22. maí og liðið vann síðan meistaradeildina eftir 2-1 endurkomusigur á Bayern München þar sem bæði mörkin komu í uppbótatíma. Nothing like a bit of a lunchtime debate.. Use our selector on the link below to pick your combined XI from Manchester United's 'Treble Winners' and the current Premier League leaders...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 11, 2020 En stenst þetta Liverpool liðið í dag, ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari félagsliða, samanburð fyrir United liðið frá því fyrir rúmum tuttugu árum? Sky Sports er nú að bjóða upp á það að velja eitt ellefu manna úrvalslið úr leikmannahópum Liverpool 2019-20 og Manchester United 1998-99. Steve McClaren bar aðstoðarstjóri Sir Alex Ferguson þetta 1998-99 tímabil en hann stýrði seinna Middlesbrough, enska landsliðinu og Newcastle United svo einhver lið séu nefnd. McClaren er á því að aðeins einn leikmaður úr Liverpool liðinu kæmist í þetta úrvalslið. Það er hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk. „Virgil van Dijk við hlið Jaap Stam. Það kæmist enginn framhjá þeim,“ sagði Steve McClaren við Sky Sports. „Að mínu mati væri það aðeins Van Dijk sem kæmist í þetta United lið. Þegar þú horfir á þetta Manchester United lið þá sérðu leiðtoga út um allan völl. Leiðtogahæfni liðsins var lykilatriðið,“ sagði McClaren. Manchester United frá 1998-99 spilaði 4-4-2 en Liverpool liðið í dag spilar 4-3-3. Hér er hægt að kjósa í liðið og nú er að sjá hvort stuðningsmenn félaganna á Íslandi geti látið eitthvað til sín taka.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira