Gerði grín að goðsögnum Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 16:30 Ian Rush og Sir Kenny Dalglish. Getty/Stephen McCarthy Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992. Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Sjá meira
Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992.
Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Sjá meira