Sinn Féin hlaut flest atkvæði en verður næst stærstur á þingi Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2020 08:22 Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, fagnaði þegar úrslit lágu fyrir. Getty Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest fyrsta vals atkvæði í írsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Flokkurinn þarf þó að sætta sig við að verða annar stærsti flokkur á þingi. Þegar búið er að telja öll atkvæði liggur fyrir að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Fianna Fáil, hlaut 38 þingsæti, og Sinn Féin 37 þingsæti. Fine Gael, flokkur Leo Varadkar forsætisráðherra, verður þriðji stæsti flokkurinn á þingi með sína 35 þingmenn. Ljóst má vera að komandi ríkisstjórn mun þurfa að saman standa af tveimur af þremur stærstu flokkunum, auk þess að þeir munu þurfa að reiða sig á stuðning einhverra smáflokka. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur lýst yfir sigri og kallað eftir viðræðum við fulltrúa Fianna Fáil og Fine Gael um myndun mögulegrar stjórnar. Nærri tvöfaldaði fylgi sitt Sinn Féin nærri tvöfaldaði fylgi sitt frá kosningunum 2016, en í kosningabaráttunni lagði flokkurinn sérstaka áherslu á að bæta aðstæður heimilislausra, bentu á áhrif hækkunar leiguverðs síðustu misserin og hrakandi þjónustu hins opinbera. Flokkurinn hefur lengi verið á jaðri írskra stjórnmála, en hann býður einnig fram á Norður-Írlandi. Þannig á flokkurinn sæti á bæði breska og írska þinginu og hefur það markmið að sameina Írland og Norður-Írland. Kjörsókn í landinu var 62,9 prósent og nokkuð minni en í síðustu kosningunum þar sem hún var 65,2 prósent. Írland Tengdar fréttir Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest atkvæði þegar fyrsta val kjósenda hefur verið talið. Ólíklegt er þó að flokkurinn nái að vera sá stærsti á þingi vegna þess hversu fáum frambjóðendum hann stillti upp á landsvísu. 10. febrúar 2020 10:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest fyrsta vals atkvæði í írsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Flokkurinn þarf þó að sætta sig við að verða annar stærsti flokkur á þingi. Þegar búið er að telja öll atkvæði liggur fyrir að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Fianna Fáil, hlaut 38 þingsæti, og Sinn Féin 37 þingsæti. Fine Gael, flokkur Leo Varadkar forsætisráðherra, verður þriðji stæsti flokkurinn á þingi með sína 35 þingmenn. Ljóst má vera að komandi ríkisstjórn mun þurfa að saman standa af tveimur af þremur stærstu flokkunum, auk þess að þeir munu þurfa að reiða sig á stuðning einhverra smáflokka. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur lýst yfir sigri og kallað eftir viðræðum við fulltrúa Fianna Fáil og Fine Gael um myndun mögulegrar stjórnar. Nærri tvöfaldaði fylgi sitt Sinn Féin nærri tvöfaldaði fylgi sitt frá kosningunum 2016, en í kosningabaráttunni lagði flokkurinn sérstaka áherslu á að bæta aðstæður heimilislausra, bentu á áhrif hækkunar leiguverðs síðustu misserin og hrakandi þjónustu hins opinbera. Flokkurinn hefur lengi verið á jaðri írskra stjórnmála, en hann býður einnig fram á Norður-Írlandi. Þannig á flokkurinn sæti á bæði breska og írska þinginu og hefur það markmið að sameina Írland og Norður-Írland. Kjörsókn í landinu var 62,9 prósent og nokkuð minni en í síðustu kosningunum þar sem hún var 65,2 prósent.
Írland Tengdar fréttir Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest atkvæði þegar fyrsta val kjósenda hefur verið talið. Ólíklegt er þó að flokkurinn nái að vera sá stærsti á þingi vegna þess hversu fáum frambjóðendum hann stillti upp á landsvísu. 10. febrúar 2020 10:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest atkvæði þegar fyrsta val kjósenda hefur verið talið. Ólíklegt er þó að flokkurinn nái að vera sá stærsti á þingi vegna þess hversu fáum frambjóðendum hann stillti upp á landsvísu. 10. febrúar 2020 10:23