Árið fer vel af stað hjá Heklu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. febrúar 2020 07:00 Audi e-tron Vísir/Hekla Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild. „Meðal hreinna rafbíla slær Audi öðrum merkjum við með 20,3% sölu en þar spila bræðurnir Audi e-tron 50 og Audi e-tron 55 stærsta hlutverkið. Meðal tengiltvinnbíla vermir Mitsubishi efsta sætið með rúmlega 29% markaðshlutdeild og er einnig næst stærsta merkið í sölu til einstaklinga. Mitsubishi Outlander er áfram mest seldi bíllinn til einstaklinga, rétt eins og árið 2019. Nýskráðir metanbílar koma alfarið frá Heklu en þar skipta Volkswagen og Skoda með sölunni með sér,“ segir í tilkynningunni frá Heklu. Volkswagen og Mitsubishi eru í öðru og þriðja sæti í skráningum til einstaklinga og fyrirtækja. Hekla í heild er í öðru sæti í flestum skráningum í janúar með 206 bifreiðar, eða tæpa 25% hlutdeild á heildarmarkaði. Þá var Volkswagen Polo mest seldi fyrirtækjabíllinn í janúar. Skoda Superb IV plug-in Hybrid.Vísir/Hekla Árið 2020Árið framundan er spennandi hjá Heklu en mikið af nýjungum eru væntanlegar og þar má helst nefna nýjan Skoda Superb iV sem er fyrsti tengiltvinnbíllinn frá Skoda og færir merkið inn í rafmagnaða framtíð. Bíllinn er væntanlegur til landsins áður en febrúarmánuður er úti og bíða Skoda aðdáendur spenntir. Volkswagen eykur enn við úrval rafmagnaðra bifreiða á sumarmánuðum með tilkomu ID. rafbílalínunnar og ný og uppfærð T6.1 lína Volkswagen atvinnubíla sem inniheldur Caravelle, Multivan og Transporter er nú þegar á leiðinni á landsins. „Við hjá Heklu höfum undanfarin misseri lagt mikið á okkur til að festa okkur enn frekar í huga fólks sem vistvæna umboðið fyrir bíla. Við erum sífellt að auka úrvalið og erum við heppin að merkin sem við seljum samræmast okkar framtíðarhugsjón. Þá höfum við líka lagt mikið í vefverslun aukahluta Heklu sem hefur í dag upp á að bjóða mörg þúsund aukahluta fyrir okkar merki, reiðhjól, bílstóla og margt fleira á góðu verði. Einnig hefur sýningarsalurinn okkar á netinu sem opnaði á síðasta ári stigvaxið í heimsóknum sem er einkar ánægjulegt og gerir fólki kleift að skoða úrvalið okkar hverju sinni hvenær sem er sólarhringsins og heiman úr stofu. Allt þetta spilar skemmtilega saman og hefur skilað okkur á þann góða stað sem við erum á í dag,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir vörumerkjastjóri hjá Heklu. Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. 10. febrúar 2020 07:15 Árið 2020 hjá Brimborg Gríðarlega spennandi ár er framundan hjá Brimborg að sögn Anítu Óskar Jóhansdóttur, markaðsstjóra Brimborgar. Hún segir mikla bjartsýni ríkja og að starfsfólk Brimborgar geti ekki beðið eftir að kynna allar nýjungarnar í merkjum Brimborgar sem væntanlegar eru á árinu. 3. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild. „Meðal hreinna rafbíla slær Audi öðrum merkjum við með 20,3% sölu en þar spila bræðurnir Audi e-tron 50 og Audi e-tron 55 stærsta hlutverkið. Meðal tengiltvinnbíla vermir Mitsubishi efsta sætið með rúmlega 29% markaðshlutdeild og er einnig næst stærsta merkið í sölu til einstaklinga. Mitsubishi Outlander er áfram mest seldi bíllinn til einstaklinga, rétt eins og árið 2019. Nýskráðir metanbílar koma alfarið frá Heklu en þar skipta Volkswagen og Skoda með sölunni með sér,“ segir í tilkynningunni frá Heklu. Volkswagen og Mitsubishi eru í öðru og þriðja sæti í skráningum til einstaklinga og fyrirtækja. Hekla í heild er í öðru sæti í flestum skráningum í janúar með 206 bifreiðar, eða tæpa 25% hlutdeild á heildarmarkaði. Þá var Volkswagen Polo mest seldi fyrirtækjabíllinn í janúar. Skoda Superb IV plug-in Hybrid.Vísir/Hekla Árið 2020Árið framundan er spennandi hjá Heklu en mikið af nýjungum eru væntanlegar og þar má helst nefna nýjan Skoda Superb iV sem er fyrsti tengiltvinnbíllinn frá Skoda og færir merkið inn í rafmagnaða framtíð. Bíllinn er væntanlegur til landsins áður en febrúarmánuður er úti og bíða Skoda aðdáendur spenntir. Volkswagen eykur enn við úrval rafmagnaðra bifreiða á sumarmánuðum með tilkomu ID. rafbílalínunnar og ný og uppfærð T6.1 lína Volkswagen atvinnubíla sem inniheldur Caravelle, Multivan og Transporter er nú þegar á leiðinni á landsins. „Við hjá Heklu höfum undanfarin misseri lagt mikið á okkur til að festa okkur enn frekar í huga fólks sem vistvæna umboðið fyrir bíla. Við erum sífellt að auka úrvalið og erum við heppin að merkin sem við seljum samræmast okkar framtíðarhugsjón. Þá höfum við líka lagt mikið í vefverslun aukahluta Heklu sem hefur í dag upp á að bjóða mörg þúsund aukahluta fyrir okkar merki, reiðhjól, bílstóla og margt fleira á góðu verði. Einnig hefur sýningarsalurinn okkar á netinu sem opnaði á síðasta ári stigvaxið í heimsóknum sem er einkar ánægjulegt og gerir fólki kleift að skoða úrvalið okkar hverju sinni hvenær sem er sólarhringsins og heiman úr stofu. Allt þetta spilar skemmtilega saman og hefur skilað okkur á þann góða stað sem við erum á í dag,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir vörumerkjastjóri hjá Heklu.
Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. 10. febrúar 2020 07:15 Árið 2020 hjá Brimborg Gríðarlega spennandi ár er framundan hjá Brimborg að sögn Anítu Óskar Jóhansdóttur, markaðsstjóra Brimborgar. Hún segir mikla bjartsýni ríkja og að starfsfólk Brimborgar geti ekki beðið eftir að kynna allar nýjungarnar í merkjum Brimborgar sem væntanlegar eru á árinu. 3. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. 10. febrúar 2020 07:15
Árið 2020 hjá Brimborg Gríðarlega spennandi ár er framundan hjá Brimborg að sögn Anítu Óskar Jóhansdóttur, markaðsstjóra Brimborgar. Hún segir mikla bjartsýni ríkja og að starfsfólk Brimborgar geti ekki beðið eftir að kynna allar nýjungarnar í merkjum Brimborgar sem væntanlegar eru á árinu. 3. febrúar 2020 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent