Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 14:28 Starfsfólk Arion banka í Borgartúni fylgdist með komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í Höfða í fyrra. Vísir/Vilhelm Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49
Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37