Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 10:23 Mary Lou McDonald (f.m.) fagnar með félögum sínum í Sinn Féin. Vísir/EPA Sögulegur sigur írskra þjóðernissinna í þingkosningum á Írlandi í gær er talinn þýða að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta í kosningunum og flokkarnir tveir sem hafa skipst á að stjórna landinu hafa fram til þessa neita að vinna með þjóðernissinnum Sinn Féin. Sinn Féin hlaut 24,5% atkvæða gegn 22,2% Fianna Fáil og 20,9% Fine Gael, miðhægriflokkanna sem hafa stýrt Írlandi um áratugaskeið, þegar búið er að telja fyrsta val. Írskir kjósendur raða frambjóðendum eftir fyrsta, öðru og þriðja vali. Talning á öðru og þriðja vali stendur enn yfir. Ólíklegt er að Sinn Féin verði stærsti flokkurinn á Dáil, írska þinginu, þegar endanleg úrslit liggja fyrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flokkurinn stillti upp færri frambjóðendum en stóru flokkarnir. Ljóst er þó að flokkurinn bætir verulega við þá 23 þingmenn sem hann náði í kosningunum árið 2016. Fianna Fáil og Fine Gael hafa fram að þessu útilokað ríkisstjórnarsamstarf við Sinn Féin. Flokkarnir hafa vísað til skattastefnu þjóðernisflokksins og sögulegra tengsla hans við Írska lýðveldisherinn (IRA). Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, viðurkenndi að stjórnarmyndun yrði „snúin“ í gærkvöldi. Ljóst væri að hefðbundið tveggja flokka kerfi á Írlandi væri nú orðið að þriggja flokka kerfi. MIchaél Martin, leiptogi Fianna Fáil, lokaði ekki alfarið á möguleikann á samstarfi við Sinn Féin eftir að úrslit lágu fyrir að taldi þó að flokkarnir ættu ekki saman að verulegu leyti. Á meðan hrósaði Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, sigri og lýsti kosningunum sem „nokkurs konar byltingu í kjörkössunum“. Hún segist kanna möguleikann á að mynda ríkisstjórn án Fine Gael og Fianna Fáil. Írland Tengdar fréttir Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Sögulegur sigur írskra þjóðernissinna í þingkosningum á Írlandi í gær er talinn þýða að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta í kosningunum og flokkarnir tveir sem hafa skipst á að stjórna landinu hafa fram til þessa neita að vinna með þjóðernissinnum Sinn Féin. Sinn Féin hlaut 24,5% atkvæða gegn 22,2% Fianna Fáil og 20,9% Fine Gael, miðhægriflokkanna sem hafa stýrt Írlandi um áratugaskeið, þegar búið er að telja fyrsta val. Írskir kjósendur raða frambjóðendum eftir fyrsta, öðru og þriðja vali. Talning á öðru og þriðja vali stendur enn yfir. Ólíklegt er að Sinn Féin verði stærsti flokkurinn á Dáil, írska þinginu, þegar endanleg úrslit liggja fyrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flokkurinn stillti upp færri frambjóðendum en stóru flokkarnir. Ljóst er þó að flokkurinn bætir verulega við þá 23 þingmenn sem hann náði í kosningunum árið 2016. Fianna Fáil og Fine Gael hafa fram að þessu útilokað ríkisstjórnarsamstarf við Sinn Féin. Flokkarnir hafa vísað til skattastefnu þjóðernisflokksins og sögulegra tengsla hans við Írska lýðveldisherinn (IRA). Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, viðurkenndi að stjórnarmyndun yrði „snúin“ í gærkvöldi. Ljóst væri að hefðbundið tveggja flokka kerfi á Írlandi væri nú orðið að þriggja flokka kerfi. MIchaél Martin, leiptogi Fianna Fáil, lokaði ekki alfarið á möguleikann á samstarfi við Sinn Féin eftir að úrslit lágu fyrir að taldi þó að flokkarnir ættu ekki saman að verulegu leyti. Á meðan hrósaði Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, sigri og lýsti kosningunum sem „nokkurs konar byltingu í kjörkössunum“. Hún segist kanna möguleikann á að mynda ríkisstjórn án Fine Gael og Fianna Fáil.
Írland Tengdar fréttir Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43
Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15