Fyrirgefðu, Hlynur en við sváfum á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 13:00 Hlynur Bæringsson er hér búinn að taka eitt af þrjú þúsund fráköstum sínum í úrvalsdeild karla. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7) Dominos-deild karla Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7)
Dominos-deild karla Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira