Hanna „League Pass“ þjónustu fyrir ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 09:00 Premflix gæti verið framtíðin fyrir áhugafólk um enska fótboltann. Hér á landi væri örugglega mikill áhugi. Samsett/Getty Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman. Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman.
Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira