Sjáðu mörkin er Breiðablik valtaði yfir ÍA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Blikar skoruðu sjö gegn ÍA í kvöld. Vísir/Bára Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA
Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira