Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2020 20:30 Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira