Ákall til stjórnvalda vegna fjárveitinga til Háskólans á Akureyri Sólveig María Árnadóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:00 Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun