Innlent

Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Kjartan Þorkelsson, hefur áfram verið settur í embætti ríkislögreglustjóra. Hér er hann ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.
Kjartan Þorkelsson, hefur áfram verið settur í embætti ríkislögreglustjóra. Hér er hann ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Vísir/Jóhann K.

Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu.

Kjartan var settur í embættið um áramótin þegar Haraldur Johannessen lét af störfum eftir miklar sviptingar í embætti og ólgu innan lögreglunnar en á síðasta ári lýstu allir lögreglustjórar á landinu nema ein yfir vantrausti á störf hans.

Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Jóhann K.

Settur áfram í embætti í 15 daga

Kjartan var settur í embætti ríkislögreglustjóra til 1. mars, á meðan dómsmálaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar og á meðan ráðningarferlið stæði yfir. Ásamt honum voru Margrét Kristín Pálsdóttir, sett vararíkislögreglustjóri til sama tíma og Víðir Reynisson var settur yfirlögregluþjónn.

Sjö umsækjendur voru um embætti ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður.

Sjá einnig: Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra

Dómsmálaráðherra skipaði hæfisnefnd sem enn hefur ekki skilað áliti sínu til ráðherra en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu mun það gerast á næstu dögum. Þar sem ekki tókst að skipa í embættið fyrir mánaðamót var Kjartan fenginn til þess að sinna því áfram.


Tengdar fréttir

Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað

Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma.

Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra

Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×