Sportpakkinn: Fyrsta e-landsliðið í fótbolta stillir liðinu ekki upp eins og Hamrén Arnar Björnsson skrifar 28. febrúar 2020 07:00 Aron Ívarsson er fyrirliði íslenska e-fótboltalandsliðsins. vísir/skjáskot Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta
Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira