„Hún var ótrúlega brosmild, dugleg og alltaf til í allt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 07:00 Systurnar Linzi Margrét (t.h) og Viktoría Hrönn (t.v) ásamt móður sinni. Linzi segist aldrei hafa upplifað jafn mikinn sársauka og þegar hún missti systur sína. Aðsend mynd Linzi Trosh heldur um helgina einstakan fatamarkað á Petersen svítunni til að heiðra minningu systur sinnar, Viktoríu Hrannar Axelsdóttur. Á markaðnum, sem verður á Petersen svítunni, ætla hún og æskuvinir Viktoríu að selja föt, skó og fylgihluti sem Viktoría átti. Viktoría Hrönn var fædd 16. janúar árið 1995 og féll fyrir eigin hendi þremur dögum eftir 25 ára afmælið sitt. „Hún var ótrúlega brosmild, dugleg og alltaf til í allt. Hún var í íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands og vann á Petersen svítunni.“ segir Linzi Margrét um systur sína. Fráfall Viktoríu kom hennar nánustu mikið á óvart og var áfallið mikið. „Eflaust segja það flestir sem hafa verið í þessum sporum en það hvarflaði aldrei að manni að þetta myndi enda svona, þetta var mikið áfall. Í ófá skipti hef ég hugsað til baka, hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi til koma í veg fyrir þetta en það er sennilega aldrei hægt að fá svör við þeim vangaveltum, því miður.“ Linzi Margrét Trosh segir að það sé mikilvægt að fólk upplifi ekki skömm í þessum aðstæðum.Aðsend mynd Vildi ekki setja fötin í gám Systurnar voru mjög nánar og Linzi segir að hún standi sig enn að því að ætla að hringja í systur sína til að segja henni eitthvað. Hún segir að Viktoría Hrönn hafi verið algjör prinsessa. „Hún hafði ótrúlega mikinn áhuga á tísku og elskaði að versla sér föt. Hún skildi eftir sig svo mikið af fötum og skóm sem og mér fannst tilhugsunin um að það endaði allt í geymslu eða fatagámi ekki góð.“ Fatamarkaðurinn verður á Petersen svítunni þar sem Viktoría Hrönn starfaði. Hann verður opinn um helgina, nánar til tiltekið laugardaginn 29. febrúar og sunnudaginn 1. mars frá klukkan 12 til 18. Allur ágóði rennur til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Þar getur fólk fengið allt að 15 viðtöl án endurgjalds. Hugmyndin um fatamarkaðinn hefur undið uppá sig en fjöldinn allur af fötum og fleira hefur bæst við. Vinir Viktoríu sem koma að þessu verkefni með Linzi Margréti eru þau Sigrún Dís Hauksdóttir, Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, Ivana Anna Nikolic, Rebekka Ósk Gunnarsdóttir, Hafdis Guðfinnsdóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Íris Ugla Arnarsdóttir og Oddur Atlason. Æskuvinir Viktoríu Hrannar selja flíkur sínar á viðburðinum um helgina.Aðsendar myndir Aðstandendur upplifa oft skömm Síðan hópurinn auglýsti viðburðinn á Facebook hafa margir sett sig í samband við Linzi Margréti til að bjóða fram fatnað eða þakka henni fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. „Sumir hafa ekki einu sinni vitað af Píeta samtökunum. Þegar upp er staðið er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um falið samfélagsmein og þau úrræði sem í boði eru við þeim. Aðstandendur upplifa stundum mikla skömm en ég tel mikilvægt að vita að þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Við þurfum að tala um þetta svo fólk sé líklegra til að leita í þau úrræði sem í boði eru, leita sér aðstoðar og tala við aðra.“ Auk Píeta samtakanna býður Sorgarmiðstöðin í Hafnarfirði aðstandendum vettvang til að vinna úr sinni sorg. Þeim sem ekki hafa tök á að koma á markaðinn er bent á að hægt er að styrkja Píeta beint í gegnum heimasíðu samtakanna.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Tíska og hönnun Viðtal Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Linzi Trosh heldur um helgina einstakan fatamarkað á Petersen svítunni til að heiðra minningu systur sinnar, Viktoríu Hrannar Axelsdóttur. Á markaðnum, sem verður á Petersen svítunni, ætla hún og æskuvinir Viktoríu að selja föt, skó og fylgihluti sem Viktoría átti. Viktoría Hrönn var fædd 16. janúar árið 1995 og féll fyrir eigin hendi þremur dögum eftir 25 ára afmælið sitt. „Hún var ótrúlega brosmild, dugleg og alltaf til í allt. Hún var í íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands og vann á Petersen svítunni.“ segir Linzi Margrét um systur sína. Fráfall Viktoríu kom hennar nánustu mikið á óvart og var áfallið mikið. „Eflaust segja það flestir sem hafa verið í þessum sporum en það hvarflaði aldrei að manni að þetta myndi enda svona, þetta var mikið áfall. Í ófá skipti hef ég hugsað til baka, hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi til koma í veg fyrir þetta en það er sennilega aldrei hægt að fá svör við þeim vangaveltum, því miður.“ Linzi Margrét Trosh segir að það sé mikilvægt að fólk upplifi ekki skömm í þessum aðstæðum.Aðsend mynd Vildi ekki setja fötin í gám Systurnar voru mjög nánar og Linzi segir að hún standi sig enn að því að ætla að hringja í systur sína til að segja henni eitthvað. Hún segir að Viktoría Hrönn hafi verið algjör prinsessa. „Hún hafði ótrúlega mikinn áhuga á tísku og elskaði að versla sér föt. Hún skildi eftir sig svo mikið af fötum og skóm sem og mér fannst tilhugsunin um að það endaði allt í geymslu eða fatagámi ekki góð.“ Fatamarkaðurinn verður á Petersen svítunni þar sem Viktoría Hrönn starfaði. Hann verður opinn um helgina, nánar til tiltekið laugardaginn 29. febrúar og sunnudaginn 1. mars frá klukkan 12 til 18. Allur ágóði rennur til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Þar getur fólk fengið allt að 15 viðtöl án endurgjalds. Hugmyndin um fatamarkaðinn hefur undið uppá sig en fjöldinn allur af fötum og fleira hefur bæst við. Vinir Viktoríu sem koma að þessu verkefni með Linzi Margréti eru þau Sigrún Dís Hauksdóttir, Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, Ivana Anna Nikolic, Rebekka Ósk Gunnarsdóttir, Hafdis Guðfinnsdóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Íris Ugla Arnarsdóttir og Oddur Atlason. Æskuvinir Viktoríu Hrannar selja flíkur sínar á viðburðinum um helgina.Aðsendar myndir Aðstandendur upplifa oft skömm Síðan hópurinn auglýsti viðburðinn á Facebook hafa margir sett sig í samband við Linzi Margréti til að bjóða fram fatnað eða þakka henni fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. „Sumir hafa ekki einu sinni vitað af Píeta samtökunum. Þegar upp er staðið er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um falið samfélagsmein og þau úrræði sem í boði eru við þeim. Aðstandendur upplifa stundum mikla skömm en ég tel mikilvægt að vita að þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Við þurfum að tala um þetta svo fólk sé líklegra til að leita í þau úrræði sem í boði eru, leita sér aðstoðar og tala við aðra.“ Auk Píeta samtakanna býður Sorgarmiðstöðin í Hafnarfirði aðstandendum vettvang til að vinna úr sinni sorg. Þeim sem ekki hafa tök á að koma á markaðinn er bent á að hægt er að styrkja Píeta beint í gegnum heimasíðu samtakanna.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Tíska og hönnun Viðtal Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira