Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2020 10:30 Ingi Þór hefur eðlilega áhyggjur af stöðu síns liðs. vísir/daníel þór Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. „Hann fékk þumalinn á Mike Craion á kaf í augað á æfingu. Hann fékk stóran skurð undir augað, himna rifnaði og augnbotninn brotnaði. Hann sér tvöfalt og ástandið á honum ekki gott,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, áhyggjufullur. „Það kemur í ljós eftir viku hvort að hann þurfi að fara í aðgerð. Framhaldið er óljóst hjá honum en þetta eru erfið og alvarleg meiðsli.“ KR-ingar sömdu á dögunum aftur við Mike DiNunno sem var stórkostlegur með KR í fyrra. Hann var þá meiddur en átti að vera tilbúinn í mars. Það er ekki að fara að ganga eftir. „Hann fór í ökklaaðgerð á Spáni og fór svo heim til Bandaríkjanna. Hann ætlaði að vera kominn til okkar en læknirinn hans í Bandaríkjunum bannaði honum að fara. Hann átti að geta byrjað að spila í mars en það er ekki að fara að gerast. Mike er byrjaður að æfa en hvenær hann getur spilað körfubolta kemur í ljós síðar. Við höfum samt ekki afskrifað hann,“ segir þjálfari Íslandsmeistara síðustu sex ára. Meiðslasaga KR-liðsins í vetur er með ólíkindum en felstir lykilmenn liðsins hafa meira og minna verið laskaðir í vetur. Björn Kristjánsson mun ekki spila meira og bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir eru báðir að glíma við meiðsli. Michael Craion er með beinbjúgu í hnénu og Jón Arnór er ekki upp á sitt besta frekar en Kristófer Acox sem var frá um tíma á dögunum. „Þetta er búinn að vera asnalegur vetur. Í raun hefur þetta verið algjört grín. Ég hef aldrei lent í svona á 30 ára ferli. Það er eins og það séu einhver álög á okkur. Eins og einhver sé með Vúdú-dúkkur að meiða okkur,“ segir Ingi Þór svekktur. KR á mjög mikilvæga leiki á næstu dögum. Um helgina spilar liðið í Njarðvík og á föstudaginn eftir viku tekur liðið á móti Stjörnunni í DHL-höllinni. Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. „Hann fékk þumalinn á Mike Craion á kaf í augað á æfingu. Hann fékk stóran skurð undir augað, himna rifnaði og augnbotninn brotnaði. Hann sér tvöfalt og ástandið á honum ekki gott,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, áhyggjufullur. „Það kemur í ljós eftir viku hvort að hann þurfi að fara í aðgerð. Framhaldið er óljóst hjá honum en þetta eru erfið og alvarleg meiðsli.“ KR-ingar sömdu á dögunum aftur við Mike DiNunno sem var stórkostlegur með KR í fyrra. Hann var þá meiddur en átti að vera tilbúinn í mars. Það er ekki að fara að ganga eftir. „Hann fór í ökklaaðgerð á Spáni og fór svo heim til Bandaríkjanna. Hann ætlaði að vera kominn til okkar en læknirinn hans í Bandaríkjunum bannaði honum að fara. Hann átti að geta byrjað að spila í mars en það er ekki að fara að gerast. Mike er byrjaður að æfa en hvenær hann getur spilað körfubolta kemur í ljós síðar. Við höfum samt ekki afskrifað hann,“ segir þjálfari Íslandsmeistara síðustu sex ára. Meiðslasaga KR-liðsins í vetur er með ólíkindum en felstir lykilmenn liðsins hafa meira og minna verið laskaðir í vetur. Björn Kristjánsson mun ekki spila meira og bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir eru báðir að glíma við meiðsli. Michael Craion er með beinbjúgu í hnénu og Jón Arnór er ekki upp á sitt besta frekar en Kristófer Acox sem var frá um tíma á dögunum. „Þetta er búinn að vera asnalegur vetur. Í raun hefur þetta verið algjört grín. Ég hef aldrei lent í svona á 30 ára ferli. Það er eins og það séu einhver álög á okkur. Eins og einhver sé með Vúdú-dúkkur að meiða okkur,“ segir Ingi Þór svekktur. KR á mjög mikilvæga leiki á næstu dögum. Um helgina spilar liðið í Njarðvík og á föstudaginn eftir viku tekur liðið á móti Stjörnunni í DHL-höllinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira