Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 07:37 Harry ávarpar ráðstefnuna í Edinborg í gær. Vísir/Getty Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. Þá áréttaði fundarstjóri ráðstefnunnar hið sama við gesti er hún kynnti prinsinn upp í pontu: „Hann er skýr með það að við eigum bara að kalla hann Harry.“ Harry og eiginkona hans Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, greindu frá því í janúar að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, verja auknum tíma í Norður-Ameríku og verða fjárhagslega sjálfstæð. Parið mun hætta að sinna konungslegum skyldum sínum síðasta dag marsmánaðar. Mikil spenna hefur verið í samskiptum hertogahjónanna og konungsfjölskyldunnar upp á síðkastið, nú síðast eftir að Harry og Meghan sendu frá sér tilkynningu þess efnis að konungsfjölskyldan hefði ekki neina lögsögu yfir notkun á orðinu „royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. Tilkynningin kom í kjölfar frétta um að þau Harry og Meghan myndu hætta að notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á vordögum. Í frétt BBC um breyttar áherslur Harrys í nafnamálum segir að hann muni halda áfram að vera prins, þrátt fyrir umræddar sviptingar. Harry hefði þó þegar tilkynnt að hann vildi frekar notast við titilinn „hertoginn af Sussex“. Hertogahjónin munu missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign þegar þau hverfa frá embættisskyldum sínum í vor. Þá munu þau einnig hætta að þiggja fjármuni frá konungshöllinni. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. 23. janúar 2020 11:51 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. Þá áréttaði fundarstjóri ráðstefnunnar hið sama við gesti er hún kynnti prinsinn upp í pontu: „Hann er skýr með það að við eigum bara að kalla hann Harry.“ Harry og eiginkona hans Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, greindu frá því í janúar að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, verja auknum tíma í Norður-Ameríku og verða fjárhagslega sjálfstæð. Parið mun hætta að sinna konungslegum skyldum sínum síðasta dag marsmánaðar. Mikil spenna hefur verið í samskiptum hertogahjónanna og konungsfjölskyldunnar upp á síðkastið, nú síðast eftir að Harry og Meghan sendu frá sér tilkynningu þess efnis að konungsfjölskyldan hefði ekki neina lögsögu yfir notkun á orðinu „royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. Tilkynningin kom í kjölfar frétta um að þau Harry og Meghan myndu hætta að notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á vordögum. Í frétt BBC um breyttar áherslur Harrys í nafnamálum segir að hann muni halda áfram að vera prins, þrátt fyrir umræddar sviptingar. Harry hefði þó þegar tilkynnt að hann vildi frekar notast við titilinn „hertoginn af Sussex“. Hertogahjónin munu missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign þegar þau hverfa frá embættisskyldum sínum í vor. Þá munu þau einnig hætta að þiggja fjármuni frá konungshöllinni.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. 23. janúar 2020 11:51 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. 23. janúar 2020 11:51
Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21
Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35