Volkswagen Golf Mk8 GTI Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. febrúar 2020 07:00 Nýr Golf GTI er alltaf spennandi. Vísir/Topgear Nýr Golf GTI verður frumsýndur á bílasýningurinni í Genf í Sviss í næstu viku. Bíllinn verður aðalstjarna Volkswagen á sýningunni. Golf GTI er sportútgáfa af Volkswagen Golf. Nýr GTI er búinn 2,0 lítra bensín vél með forþjöppu sem skilar 242 hestöflum. Það má því gera ráð fyrir að hann komist frá 0 - 100 km/klst. á rétt rúmum sex sekúndum. Aflið er einungis sent til framhjólanna. Hann verður fáanlegur með sex gíra beinskiptingu eða DSG sjálfskiptingu. Nýr Golf GTDVísir/Topgear Auk nýs GTI verða GTE og GTD útgáfur kynntar til leiks. GTE er tengiltvinnbíll og GTD er dísil sportútgáfa. Vélin í GTD á að vera hreinlegasta dísilvél í heimi að sögn Volkswagen. Hún skilar nú 197 hestöflum í stað 181 áður, hún er 2,0 lítrar og er einungis fáanleg með DSG sjálfskiptingu. GTE verður jafn öflugur og GTI, skilar 242 hestöflum, GTE mun þó skila meira togi. Aflið er þó framkallað á allt annan hátt. GTE hefur 1,4 lítra bensín vél og restin kemur svo frá rafmótor sem er tengdur við 13 kWh rafhlöðu. Hann kemst tæpa 60 km á rafmagninu eingöngu. Hann notast við sex gíra DSG sjálfskiptingu.GTI ennþá kóngurinnÞrátt fyrir að GTE verði jafn öflugur og GTI eru rafhlöðurnar í GTE bílnum líklegar til að gera hann talsvert þyngri en GTI og GTI er því sennilega enn hraðskreiðastur þeirra. Það er þangað til Golf-R mætir seinna með fjórhjóladrif og yfir 300 hestöfl. Bílar Tengdar fréttir Árið fer vel af stað hjá Heklu Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild. 12. febrúar 2020 07:00 Volkswagen ætlar að kynna 34 nýja bíla á næsta ári Þýski framleiðandinn ætlar sér að kynna 34 nýja bíla á næsta ári, þar af eru tvær nýjar viðbætur í ID raf-línuna ásamt sex öðrum rafbílum. 20. desember 2019 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Nýr Golf GTI verður frumsýndur á bílasýningurinni í Genf í Sviss í næstu viku. Bíllinn verður aðalstjarna Volkswagen á sýningunni. Golf GTI er sportútgáfa af Volkswagen Golf. Nýr GTI er búinn 2,0 lítra bensín vél með forþjöppu sem skilar 242 hestöflum. Það má því gera ráð fyrir að hann komist frá 0 - 100 km/klst. á rétt rúmum sex sekúndum. Aflið er einungis sent til framhjólanna. Hann verður fáanlegur með sex gíra beinskiptingu eða DSG sjálfskiptingu. Nýr Golf GTDVísir/Topgear Auk nýs GTI verða GTE og GTD útgáfur kynntar til leiks. GTE er tengiltvinnbíll og GTD er dísil sportútgáfa. Vélin í GTD á að vera hreinlegasta dísilvél í heimi að sögn Volkswagen. Hún skilar nú 197 hestöflum í stað 181 áður, hún er 2,0 lítrar og er einungis fáanleg með DSG sjálfskiptingu. GTE verður jafn öflugur og GTI, skilar 242 hestöflum, GTE mun þó skila meira togi. Aflið er þó framkallað á allt annan hátt. GTE hefur 1,4 lítra bensín vél og restin kemur svo frá rafmótor sem er tengdur við 13 kWh rafhlöðu. Hann kemst tæpa 60 km á rafmagninu eingöngu. Hann notast við sex gíra DSG sjálfskiptingu.GTI ennþá kóngurinnÞrátt fyrir að GTE verði jafn öflugur og GTI eru rafhlöðurnar í GTE bílnum líklegar til að gera hann talsvert þyngri en GTI og GTI er því sennilega enn hraðskreiðastur þeirra. Það er þangað til Golf-R mætir seinna með fjórhjóladrif og yfir 300 hestöfl.
Bílar Tengdar fréttir Árið fer vel af stað hjá Heklu Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild. 12. febrúar 2020 07:00 Volkswagen ætlar að kynna 34 nýja bíla á næsta ári Þýski framleiðandinn ætlar sér að kynna 34 nýja bíla á næsta ári, þar af eru tvær nýjar viðbætur í ID raf-línuna ásamt sex öðrum rafbílum. 20. desember 2019 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Árið fer vel af stað hjá Heklu Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild. 12. febrúar 2020 07:00
Volkswagen ætlar að kynna 34 nýja bíla á næsta ári Þýski framleiðandinn ætlar sér að kynna 34 nýja bíla á næsta ári, þar af eru tvær nýjar viðbætur í ID raf-línuna ásamt sex öðrum rafbílum. 20. desember 2019 07:00