Katla: Andinn í liðinu miklu betri Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 26. febrúar 2020 22:02 Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur. mynd/stöð2sport Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni. „Já, mér finnst við farnar að spila betur saman í síðustu tveim leikjum,“ sagði Katla um liðið sitt undanfarið. „Það vita allir að við vorum ekki að spila okkar leik eftir áramót en mér finnst við vera að finna okkur núna og erum að þjappa okkur saman.“ Leikstjórnandi Keflavíkur getur varla leynt brosinu þegar hún segir frá upplifuninni innan liðsins seinustu vikurnar. „Andinn í liðinu er orðinn miklu betri og mér finnst allt ógeðslega skemmtilegt núna!“ segir hún kát. Keflavík átti slaka byrjun á nýju ári en er núna loksins að finna sig. Hvað veldur? „Ég veit það ekki alveg, það er eins og jólafríið hafi farið illa í okkur en bikarfríið farið vel í okkur. Við lítum bara á það þannig og höldum ótrauð áfram,“ sagði Katla um framhaldið. Leikurinn gegn Haukum var góður en Keflvíkingar pössuðu ekki vel upp á boltann í honum. Katla gekkst við því og taldi sig vita ástæðuna. „Við vorum svolítið stífar í leiknum og vorum að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Á algjörlega ónauðsynlegan hátt,“ sagði hún og tapaði sjálf sex boltum í leiknum. Suðurnesjalið hafa oft verið þekkt fyrir að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík hefur ekki sýnt það í langan tíma. Í þessum leik voru þær hins vegar að finna þristana. „Þriggja stiga nýtingin var loksins einhver í þessum leik. Hún er ekki búin að vera góð undanfarið en var loksins fín,“ sagði Katla um skotnýtingu sinna liðsmanna. Katla Rún bætti við að lokum að Keflavík hefur yfirleitt verið að vinna leiki á hinum enda vallarins. „Vörnin hefur verið að vinna leiki fyrir okkur en ekki skotnýtingin,“ sagði hún og hélt hress inn í búningsklefa til að fagna með liðinu. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni. „Já, mér finnst við farnar að spila betur saman í síðustu tveim leikjum,“ sagði Katla um liðið sitt undanfarið. „Það vita allir að við vorum ekki að spila okkar leik eftir áramót en mér finnst við vera að finna okkur núna og erum að þjappa okkur saman.“ Leikstjórnandi Keflavíkur getur varla leynt brosinu þegar hún segir frá upplifuninni innan liðsins seinustu vikurnar. „Andinn í liðinu er orðinn miklu betri og mér finnst allt ógeðslega skemmtilegt núna!“ segir hún kát. Keflavík átti slaka byrjun á nýju ári en er núna loksins að finna sig. Hvað veldur? „Ég veit það ekki alveg, það er eins og jólafríið hafi farið illa í okkur en bikarfríið farið vel í okkur. Við lítum bara á það þannig og höldum ótrauð áfram,“ sagði Katla um framhaldið. Leikurinn gegn Haukum var góður en Keflvíkingar pössuðu ekki vel upp á boltann í honum. Katla gekkst við því og taldi sig vita ástæðuna. „Við vorum svolítið stífar í leiknum og vorum að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Á algjörlega ónauðsynlegan hátt,“ sagði hún og tapaði sjálf sex boltum í leiknum. Suðurnesjalið hafa oft verið þekkt fyrir að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík hefur ekki sýnt það í langan tíma. Í þessum leik voru þær hins vegar að finna þristana. „Þriggja stiga nýtingin var loksins einhver í þessum leik. Hún er ekki búin að vera góð undanfarið en var loksins fín,“ sagði Katla um skotnýtingu sinna liðsmanna. Katla Rún bætti við að lokum að Keflavík hefur yfirleitt verið að vinna leiki á hinum enda vallarins. „Vörnin hefur verið að vinna leiki fyrir okkur en ekki skotnýtingin,“ sagði hún og hélt hress inn í búningsklefa til að fagna með liðinu.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45