Spurði hvort engar hæfar konur væru á ritstjórninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2020 11:00 Frá skrifstofum Fréttablaðsins við Lækjargötu. Vísir/Sigurjón Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem stýrt hefur vef blaðsins undanfarin tvö ár, var einnig sagt upp. Eftir breytingarnar er Jón Þórisson aðalritstjóri Fréttablaðsins. Fréttastjórar eru nú tveir, þeir Garðar Örn Úlfarsson og Ari Brynjólfsson. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var ritstjóri Hringbrautar.is, er nú einn ritstjóri beggja vefmiðla. Þá er Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins eins og verið hefur undanfarin ár. Staðan úr 3-2 í 0-5 Fyrir tveimur árum voru konur í meirihluta þegar kom að ritstjórastöðum á Fréttablaðinu. Þá var Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri, Ólöf Skaftadóttir aðstoðarritstjóri ásamt Kjartan Hreini Njálssyni. Sunna Karen stýrði vef Fréttablaðsins og Hörður Ægisson Markaðnum. Í september 2018 steig Kristín til hliðar úr stóli ritstjóra og varð útgefandi á ný. Ólöf og Kjartan skiptu með sér ritstjórastöðununum á Fréttablaðinu. Einni konu færra en hlutföll kynjanna jöfn. Í júní 2019 var Davíð Stefánsson svo ráðinn sem ritstjóri í stað Kjartans Hreins. Jón Þórisson er aðalritstjóri Fréttablaðsins eftir breytingarnar.Vísir/SigurjónÓ Í október 2019 var tilkynnt um sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Grænt ljós fékkst á samrunanum en ella stefndi í gjaldþrot síðarnefnda miðilsins. Jón Þórisson var ráðinn ritstjóri og Ólöf Skaftadóttir steig úr stól ritstjóra. Þá var Sunna Karen síðasta konan í brúnni sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins, allt þar til í vikunni. Kolbrún lét í sér heyra Samkvæmt heimildum Vísis varð nokkurt uppnám meðal sumra starfsmanna Fréttablaðsins þegar breytingarnar voru tilkynntar á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Kolbrún Bergþórsdóttir, sem skrifað hefur leiðara og í menningarhluta Fréttablaðsins undanfarin ár, lét meðal annars í sér heyra. Spurði Kolbrún yfir hópinn hvort það væru engar hæfar konur á gólfinu, eða hvað? Vísaði hún til þess að ritstjórar og fréttastjórar væru eftir breytingarnar allir karlmenn. Fimm talsins. Jóhanna Helga bendir á að fjármálastjóri Torgs sé einnig kona.Vísir/Vilhelm Rétt er að taka fram að konur eru þó ekki algjörlega frá ábyrgðarstöðum á blaðinu. Þannig sér Björk Eiðsdóttir um helgarblaðið og Kolbrún um menninguna. Anton Brink er yfir ljósmyndadeildinni og Sæmundur Freyr Árnason er framleiðslustjóri. Þá á aðeins eftir að nefna stjórnarformann Torgs, Helga Magnússon, og Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, svo allir í haus Fréttablaðsins séu nefndir. Eitthvað sem æxlast svona Jóhanna Helga, forstjóri Torgs, segir að um réttmæta ábendingu sé að ræða. Hún hafi verið að fara yfir þetta og komist að því að á ritstjórninni séu í dag átján konur og nítján karlar. „Þannig að kynjahlutföll almennt eru nokkuð nöfn en vissulega hallar á konur þarna í stjórnarlaginu. Það er náttúrulega bara eitthvað sem æxlast á þennan veg. Auðvitað viljum við vera með sem jafnastan hlut kynjanna.“ Hún hefur engar áhyggjur af því að pungalykt verði af efnistökum miðlanna. Torg geri marga hluti varðandi jafnrétti kynjanna svo sem útgáfu árlegs blaðs með Félagi kvenna í atvinnulífinu auk þess sem Hringbraut haldi kynjabókhald yfir viðmælendur. Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem stýrt hefur vef blaðsins undanfarin tvö ár, var einnig sagt upp. Eftir breytingarnar er Jón Þórisson aðalritstjóri Fréttablaðsins. Fréttastjórar eru nú tveir, þeir Garðar Örn Úlfarsson og Ari Brynjólfsson. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var ritstjóri Hringbrautar.is, er nú einn ritstjóri beggja vefmiðla. Þá er Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins eins og verið hefur undanfarin ár. Staðan úr 3-2 í 0-5 Fyrir tveimur árum voru konur í meirihluta þegar kom að ritstjórastöðum á Fréttablaðinu. Þá var Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri, Ólöf Skaftadóttir aðstoðarritstjóri ásamt Kjartan Hreini Njálssyni. Sunna Karen stýrði vef Fréttablaðsins og Hörður Ægisson Markaðnum. Í september 2018 steig Kristín til hliðar úr stóli ritstjóra og varð útgefandi á ný. Ólöf og Kjartan skiptu með sér ritstjórastöðununum á Fréttablaðinu. Einni konu færra en hlutföll kynjanna jöfn. Í júní 2019 var Davíð Stefánsson svo ráðinn sem ritstjóri í stað Kjartans Hreins. Jón Þórisson er aðalritstjóri Fréttablaðsins eftir breytingarnar.Vísir/SigurjónÓ Í október 2019 var tilkynnt um sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Grænt ljós fékkst á samrunanum en ella stefndi í gjaldþrot síðarnefnda miðilsins. Jón Þórisson var ráðinn ritstjóri og Ólöf Skaftadóttir steig úr stól ritstjóra. Þá var Sunna Karen síðasta konan í brúnni sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins, allt þar til í vikunni. Kolbrún lét í sér heyra Samkvæmt heimildum Vísis varð nokkurt uppnám meðal sumra starfsmanna Fréttablaðsins þegar breytingarnar voru tilkynntar á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Kolbrún Bergþórsdóttir, sem skrifað hefur leiðara og í menningarhluta Fréttablaðsins undanfarin ár, lét meðal annars í sér heyra. Spurði Kolbrún yfir hópinn hvort það væru engar hæfar konur á gólfinu, eða hvað? Vísaði hún til þess að ritstjórar og fréttastjórar væru eftir breytingarnar allir karlmenn. Fimm talsins. Jóhanna Helga bendir á að fjármálastjóri Torgs sé einnig kona.Vísir/Vilhelm Rétt er að taka fram að konur eru þó ekki algjörlega frá ábyrgðarstöðum á blaðinu. Þannig sér Björk Eiðsdóttir um helgarblaðið og Kolbrún um menninguna. Anton Brink er yfir ljósmyndadeildinni og Sæmundur Freyr Árnason er framleiðslustjóri. Þá á aðeins eftir að nefna stjórnarformann Torgs, Helga Magnússon, og Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, svo allir í haus Fréttablaðsins séu nefndir. Eitthvað sem æxlast svona Jóhanna Helga, forstjóri Torgs, segir að um réttmæta ábendingu sé að ræða. Hún hafi verið að fara yfir þetta og komist að því að á ritstjórninni séu í dag átján konur og nítján karlar. „Þannig að kynjahlutföll almennt eru nokkuð nöfn en vissulega hallar á konur þarna í stjórnarlaginu. Það er náttúrulega bara eitthvað sem æxlast á þennan veg. Auðvitað viljum við vera með sem jafnastan hlut kynjanna.“ Hún hefur engar áhyggjur af því að pungalykt verði af efnistökum miðlanna. Torg geri marga hluti varðandi jafnrétti kynjanna svo sem útgáfu árlegs blaðs með Félagi kvenna í atvinnulífinu auk þess sem Hringbraut haldi kynjabókhald yfir viðmælendur.
Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30
Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37
Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45
Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00