Fyrsta tilfelli kórónuveiru staðfest í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 15:37 Kjötkveðjuhátíðarhöld standa sem hæst í Brasilíu þessa dagana og eru landsmenn á faraldsfæti vegna þeirra. Vísir/EPA Heilbrigðisráðuneyti Brasilíu staðfesti fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum þar í dag. Rúmlega sextugur karlmaður sem var nýkominn heim frá Ítalíu er jafnframt sá fyrsti sem greinist með veiruna í Rómönsku Ameríku. Yfirvöld segja að maðurinn sé við ágætisheilsu og að fylgst verði með honum í einangrun næstu tvær vikurnar. Maðurinn ferðaðist til Langbarðalands á norðanverðri Ítalíu fyrr í þessum mánuði en veiran hefur breiðst hratt út þar að undanförnu. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunni um allan heim en langflest tilfellin eru í Kína þar sem hún kom fyrst upp í desember. Hátt á þriðja þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar, afgerandi meirihluti þeirra í Kína. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að tímamót hafi orðið í gær þegar í fyrsta skipti var tilkynnt um fleiri ný smit utan Kína en innan þess. Smitið í Brasilíu greinist í miðri kjötkveðjuhátíðinni þegar milljónir landsmanna ferðast innanlands til að taka þátt í hátíðarhöldum í stórborgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fylgst er með tuttugu manns til viðbótar vegna mögulegs kórónuveirusmits og þá hefur verið óskað eftir upplýsingum um alla farþega sem voru samferða manninum sem greindist með sjúkdóminn sem hún veldur til Brasilíu. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Brasilíu staðfesti fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum þar í dag. Rúmlega sextugur karlmaður sem var nýkominn heim frá Ítalíu er jafnframt sá fyrsti sem greinist með veiruna í Rómönsku Ameríku. Yfirvöld segja að maðurinn sé við ágætisheilsu og að fylgst verði með honum í einangrun næstu tvær vikurnar. Maðurinn ferðaðist til Langbarðalands á norðanverðri Ítalíu fyrr í þessum mánuði en veiran hefur breiðst hratt út þar að undanförnu. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunni um allan heim en langflest tilfellin eru í Kína þar sem hún kom fyrst upp í desember. Hátt á þriðja þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar, afgerandi meirihluti þeirra í Kína. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að tímamót hafi orðið í gær þegar í fyrsta skipti var tilkynnt um fleiri ný smit utan Kína en innan þess. Smitið í Brasilíu greinist í miðri kjötkveðjuhátíðinni þegar milljónir landsmanna ferðast innanlands til að taka þátt í hátíðarhöldum í stórborgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fylgst er með tuttugu manns til viðbótar vegna mögulegs kórónuveirusmits og þá hefur verið óskað eftir upplýsingum um alla farþega sem voru samferða manninum sem greindist með sjúkdóminn sem hún veldur til Brasilíu.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37
Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44