Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 14:40 Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands ætlaði að fara til Mílanó í skiptinám en ákvað að hætta við vegna kórónuveirunnar. Vísir/Egill Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. „Plönin eru fljót að breytast á sunnudaginn var ég á leið til Mílanó í skiptinám í lögfræði. Um morguninn fékk ég tölvupóst frá skólanum úti að búið væri að fresta öllum viðburðum á vegum skólans vegna veirunnar til 29. febrúar og þá yrði staðann aftur metin. Eftir að hafa séð fréttir og heyrt af viðvörunum ákvað ég að hætta við að fara út,“ segir Fjölnir. Fjölnir hafði greitt fyrir flugfarið út og fyrir leigu í einn mánuð í Mílanó. „Ég fæ flugið ekki endurgreitt en leigusalinn er að skoða hvað hann getur gert vegna þessara aðstæðna,“ segir hann. Fjölnir sem er með ferðatryggingu hjá tryggingafélagi ætlar að kanna hvort hann fái flugfarið endurgreitt þaðan. „Það er ákvæði í tryggingunni sem mun reyna á en það er þegar opinberir aðilar beina fólki frá því að ferðast á ákveðna staði vegna farsótta,“ segir hann. Hann segir að Háskóli Íslands hafi sýnt málinu skilning og hann fái að fara í fög þrátt fyrir að liðið sé á önnina. „Ég er fegin að vera ekki úti í þessu ástandi og ætla í staðinn að ljúka náminu hér heima í vor,“ segir Fjölnir. Rætt var við Fjölni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. „Plönin eru fljót að breytast á sunnudaginn var ég á leið til Mílanó í skiptinám í lögfræði. Um morguninn fékk ég tölvupóst frá skólanum úti að búið væri að fresta öllum viðburðum á vegum skólans vegna veirunnar til 29. febrúar og þá yrði staðann aftur metin. Eftir að hafa séð fréttir og heyrt af viðvörunum ákvað ég að hætta við að fara út,“ segir Fjölnir. Fjölnir hafði greitt fyrir flugfarið út og fyrir leigu í einn mánuð í Mílanó. „Ég fæ flugið ekki endurgreitt en leigusalinn er að skoða hvað hann getur gert vegna þessara aðstæðna,“ segir hann. Fjölnir sem er með ferðatryggingu hjá tryggingafélagi ætlar að kanna hvort hann fái flugfarið endurgreitt þaðan. „Það er ákvæði í tryggingunni sem mun reyna á en það er þegar opinberir aðilar beina fólki frá því að ferðast á ákveðna staði vegna farsótta,“ segir hann. Hann segir að Háskóli Íslands hafi sýnt málinu skilning og hann fái að fara í fög þrátt fyrir að liðið sé á önnina. „Ég er fegin að vera ekki úti í þessu ástandi og ætla í staðinn að ljúka náminu hér heima í vor,“ segir Fjölnir. Rætt var við Fjölni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira