Stærðfræðingur sem ruddi brautina fyrir svartar vísindakonur látin Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:00 Obama smellti kossi á Johnson þegar hann veitti henni frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2015. Vísir/EPA Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020 Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020
Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira