Enski boltinn

Solskjær sagður vilja landa sinn til United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinin hefur vakið mikla athygli hjá Sociedad í vetur.
Norðmaðurinin hefur vakið mikla athygli hjá Sociedad í vetur. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, virðist vilja fá landa sinn Martin Odegaard til félagsins miðað við nýjustu fréttir spænskra miðla.

United á að hafa sent aðalnjósnara sinn að skoða Norðmannin hjá Real Sociedad í síðustu viku en talið er að Rauðu djöflarnir vilji krækja í Odegaard í sumar.

Þessi 21 ára Norðmaður er á láni hjá Sociedad frá Real Madrid en talið er að Marcel Bout, aðalnjósnari United, hafi horft á Norðmanninn spila í 3-0 sigrinum á Valencia á sunnudaginn.







Hann hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu á þessari leiktíð. Hann hefur leikið 25 leiki og skorað í þeim sjö mörk en Sociedad er í 6. sæti deildarinnar.

Odegaard hefur verið í herbúðum Real frá því árið 2015 en hann hefur síðustu þrjár leiktíðir verið í láni í Hollandi.

Það er ljóst að Solskjær vill styrkja sóknarleikinn því sóknarþenkjandi hugsuður Aston Villa, Jack Grealish, er einnig sagður á óskalistanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×