Enski boltinn

N­evil­le segir að Salah sé að nota Liver­pool sem milli­skref á ferlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah í stuði.
Salah í stuði. vísir/getty

Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, trúir því að Mohamed Salah sé að nota Liverpool sem milliskref áður en hann fari til annað hvort Barcelona eða Real Madrid.

Egyptinn hefur skorað 90 mörk í 140 leikjum fyrir Liverpool frá því að hann kom til félagsins árið 2017. Hann vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og vinnur líklega ensku úrvalsdeildina í ár.

Þrátt fyrir að vera með 22 stiga forystu á toppi deildarinnar segir Gary Neville að Salah vilji að öllum líkindum komast burt frá Liverpool er glugginn opnar í sumar.

„Það er aldrei auðvelt að fylla í skarðið hjá leikmanni eins og honum. Ég sagði fyrir 18 mánuðum að ég héldi að Salah myndi fara frá Liverpool,“ sagði Neville í Monday Night Football-þættinum á mánudag.







„Ég held að það sé aðeins auðveldara fyrir hann því stuðningsmenn Liverpool sýna ekki fram á mikla ást gagnvart honum. Ég held að hann vilji fara til Real Madrid eða Barcelona. Hann taki stóra skrefið.“

„Þetta er ekki gagnrýni á Mo Salah. Ég spilaði með David Beckham, Ruud van Nistelrooy og Cristiano Ronaldo. Þeir vildu vinna Ballon d'Or og vildu vera hjá Real Madrid að spila í ljósunum hjá stærsta félagi heims.“

„Ég held að hann sé að nota Liverpool sem milliskref á ferli hans. Hann er með vonir um að spila á hærra stigi. Verum bara hreinskilnir; Real Madrid og Barcelona eru hátindar ansi margra leikmanna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×