Enski boltinn

Völdu Liver­pool-liðið undir stjórn Bob Paisl­ey besta enska liðið í sögunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Peter Cormack fagnar marki sínu í leik gegn City í desembermánuði 1975.
Peter Cormack fagnar marki sínu í leik gegn City í desembermánuði 1975. vísir/getty

Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar Sky Sports og þáttarins Monday Night Football, völdu í gær lið Liverpool tímabilin 1975-1978 sem besta enska félagsliðið í sögunni.

Neville og Carragher ákváðu að útkljá þetta í eitt skipti fyrir öll í þætti sínum í gærkvöldi. Þeir settu upp stigagjöf þar sem liðin söfnuðu stigum en hvert lið varði í þrjár leiktíðir.

Liðin fengu fimm stig fyrir sigur í Evrópukeppni, fjögur fyrir sigur í deildinni, tvö fyrir enska bikarinn, eitt fyri enska deildarbikarinn, eitt fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða eða Ofurbikarnum.

Einnig fengu þau tvö stig fyrir silfrið í Evrópukeppni og eitt stig fyrir að enda númer tvö í deildinni.

Sigurliðið varð svo lið Liverpool á árunum 1975 til 1978 en þeir voru þá undir stjórn Bob Paisley. Þeir unnu tvo Evróputitla, deildina tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og Super Cup einu sinni. Þeir enduðu svo í öðru á þriðju leiktíðinni.





Manchester-lið Sir Alex Ferguson, á árunum 2006 til 2009, situr í 2. sætinu með 21 stig og annað Liverpool lið, á árunum 1981 til 1984, er í 3. sætinu með 20 stig. Ferguson er svo aftur í 4. sætinu.

Einungis einn þjálfari sem er enn að þjálfa í dag kemst á listann en það er Jose Mourinho. Lið hans á árunum 2004 til 2007 situr í 6. sæti listans með þrettán stig, með jafn mörg og Arsenal á árunum 2001 til 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×