Sportpakkinn: Reed nýtti sér skelfingardag Thomas Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 20:30 Patrick Reed slær upp úr glompu á mótinu í Mexíkó um helgina þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. vísir/getty „Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Myndir frá mótinu má sjá í innslaginu hér að neðan úr Sportpakkanum á Stöð 2. Justin Thomas var með forystuna eftir þrjá hringi en á lokahringnum náði hann sér engan veginn á strik og lék á +2 höggum, og hringina fjóra því samtals á -13 höggum. Þetta nýtti Reed sér en hann lék á -4 höggum á lokahringnum og samtals á -18 höggum. Hann var einu höggi á undan Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti. Reed náði í þrjá fugla á síðustu fjórum holunum en fékk skolla á lokaholunni. Það kom þó ekki að sök og hann er nú 1,82 milljónum Bandaríkjadala ríkari, eða 235 milljónum króna. Jon Rahm og Erik van Rooyen voru jafnir í 3. sæti á -15 höggum. Rahm lék stórkostlega á 3. hring sem hann fór á 61 höggi, eða tíu höggum undir pari vallarins, en hann fór þá holu í höggi á 17. braut eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Næstu mót á PGA-mótaröðinni fara fram í Flórída en það eru The Honda Classic sem hefst 1. mars, og Arnold Palmer boðsmótið sem hefst 8. mars. Þann 15. mars hefst svo The Players þar sem verðlaunféð nemur samtals 15 milljónum Bandaríkjadala. Klippa: Reed fagnaði sigri í Mexíkó Golf Sportpakkinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Myndir frá mótinu má sjá í innslaginu hér að neðan úr Sportpakkanum á Stöð 2. Justin Thomas var með forystuna eftir þrjá hringi en á lokahringnum náði hann sér engan veginn á strik og lék á +2 höggum, og hringina fjóra því samtals á -13 höggum. Þetta nýtti Reed sér en hann lék á -4 höggum á lokahringnum og samtals á -18 höggum. Hann var einu höggi á undan Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti. Reed náði í þrjá fugla á síðustu fjórum holunum en fékk skolla á lokaholunni. Það kom þó ekki að sök og hann er nú 1,82 milljónum Bandaríkjadala ríkari, eða 235 milljónum króna. Jon Rahm og Erik van Rooyen voru jafnir í 3. sæti á -15 höggum. Rahm lék stórkostlega á 3. hring sem hann fór á 61 höggi, eða tíu höggum undir pari vallarins, en hann fór þá holu í höggi á 17. braut eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Næstu mót á PGA-mótaröðinni fara fram í Flórída en það eru The Honda Classic sem hefst 1. mars, og Arnold Palmer boðsmótið sem hefst 8. mars. Þann 15. mars hefst svo The Players þar sem verðlaunféð nemur samtals 15 milljónum Bandaríkjadala. Klippa: Reed fagnaði sigri í Mexíkó
Golf Sportpakkinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira