Fastur með 800 rafmagnshlaupahjól í tollinum Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2020 13:59 Guðni getur vart lýst því hversu feginn hann er að vera loksins búinn að fá hjólin úr tolli. En það kostaði sitt. visir/vilhelm Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Actus fékk loksins, eftir langvinna baráttu sína við kerfið, að leysa 800 rafhlaupahjól sín út úr tollinum. Þegar Vísir heyrði í honum skömmu fyrir síðustu helgi var hann nýkominn af fundi hjá tollinum og hafði þá fengið úrlausn sinna mála eftir mikið stapp, japl, jaml og fuður. Og fjárhagslegt tjón. Guðni var í tilfinningalegu uppnámi þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann. „Ég er svo feginn að þetta sé að leysast að ég er til í að fyrirgefa allt. En, það þurfa allir aðilar að reyna að læra af þessu,“ segir Guðni. 800 rafhlaupahjól föst í tollinum Guðni keypti og flutti inn 800 rafhlaupahjól fyrir áramót. Hann ætlaði að koma þeim á markað fyrir jól en þá kom babb í bátinn. Hann fékk gáminn ekki úr tollinum. Guðni segir að ekki hafi verið við tollayfirvöld að sakast heldur setti vinnueftirlitið niður fótinn. Guðni finnur þeim allt til foráttu. Hann segist vera með CE-vottun fyrir hjólunum, sem er viðurkenndur evrópskir staðall auk þess sem Guðni var með alla tilskylda pappíra tilbúna, eða svo hélt hann, fyrir hjólunum. En það dugði þeim í vinnueftirlitinu ekki. „Yfirleitt flytur þú eitthvað inn, sýnir vörureikning og reiknar með því að það dugi. Stundum eru teknar stykkprufur. Flott. Engin vandamál hér. En, ef þú ert með rafhjól þá fer allt í lás.“ Allt tortryggt Guðni segir að vinnueftirlitið hafi kallað eftir upprunavottorði og véfengt alla pappíra. „Það var allt tortryggt. Allt þurfti að koma beint frá framleiðanda sem ekki var auðvelt því framleiðandinn er úti í Kína. Þar er allt hálflamað,“ segir Guðni sem þurfti örvæntingarfullur að fara milli Heródesar og Pílatusar í leit að gögnum sem vinnueftirlitið sætti sig við. Guðni loksins kominn með gáminn í hendurnar. Víst er að þessi töf sem orðið hefur á afgreiðslu gámsins hefur tekið á Guðna og kostað hann verulega fjármuni.visir/Vilhelm „Þetta getur verið stórtjón, hefur þegar valdið mér stórtjóni, sem hefði getað verið enn verra, ef verksmiðjan hefði verið erfið í samstarfi, þá hefði ég örugglega aldrei fengið þetta. Tapað mál og ég hefði getað skellt í lás, misst allt og fundið mér annað heimili … á leigumarkaði.“ Guðni segist hafa fyrir því heimildir að mál sem þessi séu að hrannast upp og hann vill vara menn og fyrirtæki sem vilja flytja rafhjól til landsins við. Að vera með alla pappíra á hreinu. Hann hafi aldrei lent í öðru eins. „Ég hef aldrei verið með vöru sem er tekin svona fyrir að pappírar sem fylgja vörunni eru ekki teknir gildir.“ Stórtjón fyrirliggjandi Að sögn Guðna var hrikalegt að lenda í þessu og hann getur vart lýst feginleikanum sem því fylgdi að fá þetta loks í gegn. Hann greip til þess að ráða sér lögfræðing og þá fyrst fóru hjólin að snúast. „En þetta hefur tekið mjög á okkur fjölskylduna. Bara að sitja uppi með gáminn fastan í tolli kostar 600 þúsund krónur á mánuði. Það er komið upp í 1,2 milljón. Ég er með hátt í 20 milljónir bundnar í þessu. Ég fyrirframgreiddi vöruna. Hræðilegt uppá allt peningastreymi í fyrirtækinu. Og svo töpuð sala. Þetta átti að vera jólasala. Svo ferming og sumarið. Ég var byrjaður að auglýsa. Ég þori ekki að taka þetta saman. Reyni bara að standa þetta af mér,“ segir Guðni sem er byrjaður að taka hjólin út úr gámi sínum. Samgöngur Tollgæslan Rafhlaupahjól Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Actus fékk loksins, eftir langvinna baráttu sína við kerfið, að leysa 800 rafhlaupahjól sín út úr tollinum. Þegar Vísir heyrði í honum skömmu fyrir síðustu helgi var hann nýkominn af fundi hjá tollinum og hafði þá fengið úrlausn sinna mála eftir mikið stapp, japl, jaml og fuður. Og fjárhagslegt tjón. Guðni var í tilfinningalegu uppnámi þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann. „Ég er svo feginn að þetta sé að leysast að ég er til í að fyrirgefa allt. En, það þurfa allir aðilar að reyna að læra af þessu,“ segir Guðni. 800 rafhlaupahjól föst í tollinum Guðni keypti og flutti inn 800 rafhlaupahjól fyrir áramót. Hann ætlaði að koma þeim á markað fyrir jól en þá kom babb í bátinn. Hann fékk gáminn ekki úr tollinum. Guðni segir að ekki hafi verið við tollayfirvöld að sakast heldur setti vinnueftirlitið niður fótinn. Guðni finnur þeim allt til foráttu. Hann segist vera með CE-vottun fyrir hjólunum, sem er viðurkenndur evrópskir staðall auk þess sem Guðni var með alla tilskylda pappíra tilbúna, eða svo hélt hann, fyrir hjólunum. En það dugði þeim í vinnueftirlitinu ekki. „Yfirleitt flytur þú eitthvað inn, sýnir vörureikning og reiknar með því að það dugi. Stundum eru teknar stykkprufur. Flott. Engin vandamál hér. En, ef þú ert með rafhjól þá fer allt í lás.“ Allt tortryggt Guðni segir að vinnueftirlitið hafi kallað eftir upprunavottorði og véfengt alla pappíra. „Það var allt tortryggt. Allt þurfti að koma beint frá framleiðanda sem ekki var auðvelt því framleiðandinn er úti í Kína. Þar er allt hálflamað,“ segir Guðni sem þurfti örvæntingarfullur að fara milli Heródesar og Pílatusar í leit að gögnum sem vinnueftirlitið sætti sig við. Guðni loksins kominn með gáminn í hendurnar. Víst er að þessi töf sem orðið hefur á afgreiðslu gámsins hefur tekið á Guðna og kostað hann verulega fjármuni.visir/Vilhelm „Þetta getur verið stórtjón, hefur þegar valdið mér stórtjóni, sem hefði getað verið enn verra, ef verksmiðjan hefði verið erfið í samstarfi, þá hefði ég örugglega aldrei fengið þetta. Tapað mál og ég hefði getað skellt í lás, misst allt og fundið mér annað heimili … á leigumarkaði.“ Guðni segist hafa fyrir því heimildir að mál sem þessi séu að hrannast upp og hann vill vara menn og fyrirtæki sem vilja flytja rafhjól til landsins við. Að vera með alla pappíra á hreinu. Hann hafi aldrei lent í öðru eins. „Ég hef aldrei verið með vöru sem er tekin svona fyrir að pappírar sem fylgja vörunni eru ekki teknir gildir.“ Stórtjón fyrirliggjandi Að sögn Guðna var hrikalegt að lenda í þessu og hann getur vart lýst feginleikanum sem því fylgdi að fá þetta loks í gegn. Hann greip til þess að ráða sér lögfræðing og þá fyrst fóru hjólin að snúast. „En þetta hefur tekið mjög á okkur fjölskylduna. Bara að sitja uppi með gáminn fastan í tolli kostar 600 þúsund krónur á mánuði. Það er komið upp í 1,2 milljón. Ég er með hátt í 20 milljónir bundnar í þessu. Ég fyrirframgreiddi vöruna. Hræðilegt uppá allt peningastreymi í fyrirtækinu. Og svo töpuð sala. Þetta átti að vera jólasala. Svo ferming og sumarið. Ég var byrjaður að auglýsa. Ég þori ekki að taka þetta saman. Reyni bara að standa þetta af mér,“ segir Guðni sem er byrjaður að taka hjólin út úr gámi sínum.
Samgöngur Tollgæslan Rafhlaupahjól Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira