Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Ísak Hallmundarson skrifar 23. febrúar 2020 23:10 Pavel Ermolinski. Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. „Það var kannski fyrst og fremst frábær varnarleikur, við vorum mjög vel undirbúnir og svo voru líka einstakir leikmenn sem stóðu sig mjög vel. Tryggvi var auðvitað ótrúlegur bæði í vörn og sókn og Arnar fyllti upp í það skarð sem vantaði stigalega og hann og Kári skoruðu fullt af stigum og þetta var bara eftir bókinni,‘‘ sagði Pavel Ermolinskij við Vísi eftir leik um hvað það hefði verið sem skilaði sigrinum. Það var komið meira en hálft ár síðan Pavel spilaði síðast landsleik. Hann segir upplifunina alltaf jafna skemmtilega: „Þetta er náttúrulega geggjað, einstök tilfinning. Það er alltaf svo þægileg og góð stemmning og alltaf svo gaman að mæta og sjá turnanna og risanna í hinum liðunum og öll nöfnin og allt þetta. Eini sénsinn er að þjappa þér saman við liðsfélaganna og það er alltaf svo æðisleg tilfinning að vera hluti af svona hóp sem er eiginlega alltaf í einhverri svona Davíð á móti Golíat stemmningu, maður upplifir þetta ekki annarsstaðar, þetta er alltaf sérstakt.‘‘ Pavel var sáttur með framlag allra í liðinu: „Í fyrsta lagi skiluðu allir sínu hlutverki hvar sem það er, það er alltaf mismunandi, og sumir jafnvel skiluðu meira en var kallað eftir kannski, Tommi kemur inn á og hirðir einhver 40 sóknarfráköst, Óli spilar frábæra vörn og Kári setur stig. Við reiðum mikið á Tryggva og við erum ekki að biðja hann um að spila alltaf eins og hann gerði í kvöld, en hann gerði það og við fögnum því. Það voru allir bara til fyrirmyndar,‘‘ sagði Pavel sáttur. Spurður út í möguleika Íslands á að komast áfram upp úr riðlinum sagði Pavel það velta á stemmningunni og andanum í liðinu: „Við munum eiga slæma daga líka og þá munum við tapa vegna þess að við höfum ekki þessa líkamlegu getu sem þessi lið hafa. Á meðan þessi andi sem er búinn að vera hérna síðustu ár, á meðan það eru nýjir leikmenn að koma inn og geta tekið þátt í því og fundið sér hlutverk körfuboltalega og haldið þessari stemmningu og anda gangandi þá heldur maður áfram og við erum alltaf í séns.‘‘ Næsti leikur Íslands er í nóvember á móti Lúxemborg í Laugardalshöllinni. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira
Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. „Það var kannski fyrst og fremst frábær varnarleikur, við vorum mjög vel undirbúnir og svo voru líka einstakir leikmenn sem stóðu sig mjög vel. Tryggvi var auðvitað ótrúlegur bæði í vörn og sókn og Arnar fyllti upp í það skarð sem vantaði stigalega og hann og Kári skoruðu fullt af stigum og þetta var bara eftir bókinni,‘‘ sagði Pavel Ermolinskij við Vísi eftir leik um hvað það hefði verið sem skilaði sigrinum. Það var komið meira en hálft ár síðan Pavel spilaði síðast landsleik. Hann segir upplifunina alltaf jafna skemmtilega: „Þetta er náttúrulega geggjað, einstök tilfinning. Það er alltaf svo þægileg og góð stemmning og alltaf svo gaman að mæta og sjá turnanna og risanna í hinum liðunum og öll nöfnin og allt þetta. Eini sénsinn er að þjappa þér saman við liðsfélaganna og það er alltaf svo æðisleg tilfinning að vera hluti af svona hóp sem er eiginlega alltaf í einhverri svona Davíð á móti Golíat stemmningu, maður upplifir þetta ekki annarsstaðar, þetta er alltaf sérstakt.‘‘ Pavel var sáttur með framlag allra í liðinu: „Í fyrsta lagi skiluðu allir sínu hlutverki hvar sem það er, það er alltaf mismunandi, og sumir jafnvel skiluðu meira en var kallað eftir kannski, Tommi kemur inn á og hirðir einhver 40 sóknarfráköst, Óli spilar frábæra vörn og Kári setur stig. Við reiðum mikið á Tryggva og við erum ekki að biðja hann um að spila alltaf eins og hann gerði í kvöld, en hann gerði það og við fögnum því. Það voru allir bara til fyrirmyndar,‘‘ sagði Pavel sáttur. Spurður út í möguleika Íslands á að komast áfram upp úr riðlinum sagði Pavel það velta á stemmningunni og andanum í liðinu: „Við munum eiga slæma daga líka og þá munum við tapa vegna þess að við höfum ekki þessa líkamlegu getu sem þessi lið hafa. Á meðan þessi andi sem er búinn að vera hérna síðustu ár, á meðan það eru nýjir leikmenn að koma inn og geta tekið þátt í því og fundið sér hlutverk körfuboltalega og haldið þessari stemmningu og anda gangandi þá heldur maður áfram og við erum alltaf í séns.‘‘ Næsti leikur Íslands er í nóvember á móti Lúxemborg í Laugardalshöllinni.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45