Sport

Í beinni í dag: Handboltinn á sviðið

Sindri Sverrisson skrifar
Íslandsmeistarar Selfoss mæta Stjörnunni í Garðabæ.
Íslandsmeistarar Selfoss mæta Stjörnunni í Garðabæ. Vísir/Vilhelm

Það verður mikið handboltafjör á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er einn leikur í beinni útsendingu auk þess sem málin verða í kjölfarið rædd frá ýmsum hliðum í tveimur þáttum af Seinni bylgjunni.

Stjarnan tekur á móti Selfossi í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar karla en Stjörnumenn eru sem stendur í 8. sæti og þurfa að gæta sín á Frömurum sem eru skammt undan, í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Selfyssingar eru í 6. sæti með 23 stig og gætu með sigri komist upp að hlið Aftureldingar og Hauka í 3.-5. sæti, og yrðu þá aðeins þremur stigum frá toppnum.

Í Seinni bylgjunni verður farið yfir nítjándu umferðina og strax í kjölfarið fjalla Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans um 17. umferðina í Olís-deild kvenna. Þar er baráttan um sæti í úrslitakeppninni orðin mjög hörð eftir leiki helgarinnar.

Í beinni í dag:

19.20 Stjarnan - Selfoss (Stöð 2 Sport)

21.15 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)

22.45 Seinni bylgjan kvenna (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×