Enski boltinn

Aftur var Bruno Fernandes valinn í lið helgarinnar hjá BBC

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fernandes og De Gea léttir í leikslok í gær.
Fernandes og De Gea léttir í leikslok í gær. vísir/getty

Bruno Fernandes fer vel af stað með Manchester United ef marka má úrvalslið BBC en hann hefur verið valinn tvisvar í lið umferðarinnar hjá breska ríkisútvarpinu frá því að hann kom til félagsins.

Fernandes opnaði markareikning sinn fyrir Rauðu djöflanna í gær er liðið vann 3-0 sigur á Watford á heimavelli. Mark Portúgalans kom úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en spyrnuna fiskaði hann sjálfur.

Portúgalinn lék sinn fyrsta leik fyrir United í upphafi mánaðarins er liðið gerði markalaust jafntefli við Wolves og eftir þann leik var hann valinn í lið umferðarinnar. Hann hefur því náð að komast í liðið tvisvar á innan við mánuði.



Fernandes er ekki eini leikmaður United sem er í liðinu eftir helgina því fyrirliðinn Harry Maguire og Frakkinn Anthony Martial eru einnig í liðinu. Hetja Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang, er einnig í liðinu en liðið í heild sinni má sjá hér að neðan.





Lið helgarinnar hjá BBC (1-3-4-3):

Ederson (Manchester City)

Lewis Dunk (Brighton)

Harry Maguire (Manchester United)

Marcos Alonso (Chelsea)

Moussa Djenepo (Southampton)

Bruno Fernandes (Manchester United)

Diogo Jota (Wolves)

Dwight McNeil (Burnley)

Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal)

Olivier Giroud (Chelsea)

Anthony Martial (Manchester United)


Tengdar fréttir

Solskjær: Fernandes blanda af Scholes og Veron

„Hann er svolítil blanda af Scholes og Veron,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hæstánægður með hinn portúgalska Bruno Fernandes sem slegið hefur í gegn á fyrstu vikum sínum hjá enska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×