Enski boltinn

Ziyech fer til Chelsea fyrir 5,5 milljarða

Sindri Sverrisson skrifar
Hakim Ziyech sló í gegn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.
Hakim Ziyech sló í gegn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. vísir/getty

Hakim Ziyech hefur skrifað undir samning til fimm ára við Chelsea og mun ganga í raðir félagsins í sumar frá Ajax. Kaupverðið nemur 33,3 milljónum punda, jafnvirði rúmlega 5,5 milljarða króna.

„Ég er stoltur af að hafa skrifað undir samning hjá svo stóru félagi sem Chelsea. Ég hlakka mikið til næstu leiktíðar og vona að við getum unnið mikil afrek,“ saðgi Ziyech sem er 26 ára gamall kantmaður og landsliðsmaður Marokkó.

Ziyech hefur skorað níu mörk í öllum keppnum fyrir Ajax á leiktíðinni en hann kom að þremur mörkum liðsins í 4-4 jafntefli við Chelsea í Meistaradeild Evrópu í nóvember. Chelsea var með Ziyech í sigtinu í janúar en ekkert varð af kaupum Chelsea þá og því verður Ziyech fyrsti leikmaðurinn sem Frank Lampard fær til Chelsea eftir félagaskiptabannið sem félagið var áður í.


Tengdar fréttir

Chelsea að landa Ziyech

Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar.

Missir Ajax sína helstu leikmenn í sumar?

Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×