Tölurnar mest sláandi hjá 10 til 14 ára drengjum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. febrúar 2020 22:00 Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Skjáskot/Stöð 2 Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira