Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið 2. mars 2020 09:00 Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi ráðleggur fólki að kynna sér vel fyrirtækið sem það er að sækja um starf hjá áður en það fer í atvinnuviðtal. Til dæmis með því að skoða heimasíðuna, ársreikning fyrirtækisins eða aðrar aðgengilegar upplýsingar. Í atvinnuviðtölum er mælt með því að við séum frekar í haldssöm í klæðaburði og til þess að viðtalið gangi vel skiptir máli að við séum vel undirbúin. Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi segir fólk geta fengið mögulegan ,,plús“ í kladdann ef það hefur kynnst sér starfssemi fyrirtækisins vel sem verið er að sækja um starfið hjá. Þá segir hún að mikilvægt að fólk fari ekki út fyrir efnið eða í miklar málalengingar. ,,Þó að það sé mikilvægt að vera hnitmiðaður þá mega svörin ekki vera snubbótt, „ segir Inga Steinunn. Til viðbótar við góða ferilskrá og kynningarbréf, báðum við Ingunni Steinunni um að leiða okkur í gegnum nokkur góð ráð sem geta nýst vel þegar fólk er boðað í atvinnuviðtal. Hvernig er best að undirbúa sig fyrir atvinnuviðtal? „Gott er að velta fyrir sér hvaða spurningar maður gæti fengið og æfa svör við þeim. Umsækjandi þarf að geta útskýrt hvers vegna viðkomandi starf vekur áhuga hans og hvers vegna hann telur sig vera góðan kandídat í starfið. Gera má svo ráð fyrir að spurt verði út í núverandi og fyrri störf, hver helstu verkefni voru, hvaða áskoranir fylgdu og hvaða árangri var náð. Mikilvægt er jafnframt að kynna sér vel fyrirtækið, skoða vel heimasíðuna, ársskýrsluna eða aðrar upplýsingar sem finna má um fyrirtækið. Umsækjandi gæti verið spurður hvað hann viti um viðkomandi fyrirtæki og þá fær umsækjandinn mögulega plús í kladdann ef hann hefur kynnt sér starfsemina vel.“ Mikilvægt er jafnframt að kynna sér vel fyrirtækið, skoða vel heimasíðuna, ársskýrsluna eða aðrar upplýsingar sem finna má um fyrirtækið Á hvað á maður að leggja áherslu í viðtali? „Það er gott að leggja áherslu á að segja vel frá þeirri reynslu sem tengist því starfi sem sótt er um, vera þó hnitmiðaður í svörum og gæta þess að fara ekki út fyrir efnið og í miklar málalengingar. Þó það sé mikilvægt að vera hnitmiðaður þá mega svörin ekki vera það „snubbótt“ að viðmælandinn sé litlu nær um það sem umsækjandinn kann og getur, þetta er fín lína.“ Hvað með klæðnað og líkamstjáningu, eru einhver góð ráð til að gefa þar? „Þumalputtareglan varðandi klæðaburð er að vera hreinn og snyrtilegur til fara og frekar íhaldssamur heldur en hitt, less is more þegar það kemur að atvinnuviðtölum. Það er gott að velta fyrir sér hvernig starfsmenn viðkomandi fyrirtækis séu klæddir í vinnunni og reyna að velja sambærilegan klæðnað fyrir viðtalið. Líkamstjáning er virkilega mikilvæg í viðtölum, þétt handaband er þar fyrsta skrefið. Ég ráðlegg umsækjendum að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið og reyna eftir fremsta megni að vera afslappaðir, jákvæðir og glaðlegir. Takist þetta þá gefur viðkomandi þau skilaboð frá sér að hann sé öruggur, ekkert að flýta sér og sé tilbúinn í gott samtal. Sá sem hins vegar kemur inn dúðaður í úlpuna og trefilinn, afþakkar vatnið og sest svo með krasslagðar hendur gefur frá sér þau skilaboð að hann vilji komast sem fyrst úr þessum aðstæðum og hafi ef til vill takmarkaðan áhuga.“ Er hægt að æfa sig undir ,,erfiðu“ spurningarnar? „Mikilvægast er að undirbúa svör við spurningum varðandi reynsluna sem maður býr yfir en vissulega geta komið óvæntar spurningar sem erfitt er að undirbúa svör við eins og „Ef þú værir fugl, hvaða fugl værir þú?“ Spurningar af þessu tagi eru afar sjaldgæfar og er tilgangur þeirra ekki að fá fram eitthvað ákveðið svar, það skiptir sjaldnast máli hvaða fugl umsækjandinn velur, frekar er verið að horfa til þess hversu fljótur umsækjandinn er að hugsa og færa rök fyrir máli sínu og hvernig hann bregðist við óvæntum uppákomum. Aðrar og algengari spurningar sem mörgum þykja erfiðar snúa til dæmis að styrkleikum og veikleikum viðkomandi. Til að undirbúa sig fyrir slíkar spurningar er gott að fara í dálitla sjálfsskoðun, greina það hvar styrkleikarnir liggja og hvar maður gæti ef til vill bætt sig að einhverju leyti. Umsækjandi sem hefur velt þessu vel fyrir sér og svarar spurningum skýrt og skilmerkilega sýnir líka fram á ákveðið sjálfsöryggi.“ Ég ráðlegg umsækjendum að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið og reyna eftir fremsta megni að vera afslappaðir, jákvæðir og glaðlegir. Tengdar fréttir Meiri kröfur en áður um að starfsfólk sé tilbúið til að læra eitthvað nýtt Coca Cola í Bandaríkjunum leitar að starfsfólki sem er tilbúið til að læra stöðugt eitthvað nýtt. Sverrir Briem hjá Hagvangi segir það sama upp á teningnum á Íslandi og Rúna Magnúsdóttir stjórnendaþjálfi segir bæði stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera tilbúna til að hugsa út fyrir boxið. 10. febrúar 2020 10:00 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Ragnheiður Dagsdóttir segir að kynningarbréf eigi ekki að endurskrifa ferilskránna en þau geta verið lykillinn að því að viðkomandi komist í viðtal. 3. febrúar 2020 11:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Sjá meira
Í atvinnuviðtölum er mælt með því að við séum frekar í haldssöm í klæðaburði og til þess að viðtalið gangi vel skiptir máli að við séum vel undirbúin. Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi segir fólk geta fengið mögulegan ,,plús“ í kladdann ef það hefur kynnst sér starfssemi fyrirtækisins vel sem verið er að sækja um starfið hjá. Þá segir hún að mikilvægt að fólk fari ekki út fyrir efnið eða í miklar málalengingar. ,,Þó að það sé mikilvægt að vera hnitmiðaður þá mega svörin ekki vera snubbótt, „ segir Inga Steinunn. Til viðbótar við góða ferilskrá og kynningarbréf, báðum við Ingunni Steinunni um að leiða okkur í gegnum nokkur góð ráð sem geta nýst vel þegar fólk er boðað í atvinnuviðtal. Hvernig er best að undirbúa sig fyrir atvinnuviðtal? „Gott er að velta fyrir sér hvaða spurningar maður gæti fengið og æfa svör við þeim. Umsækjandi þarf að geta útskýrt hvers vegna viðkomandi starf vekur áhuga hans og hvers vegna hann telur sig vera góðan kandídat í starfið. Gera má svo ráð fyrir að spurt verði út í núverandi og fyrri störf, hver helstu verkefni voru, hvaða áskoranir fylgdu og hvaða árangri var náð. Mikilvægt er jafnframt að kynna sér vel fyrirtækið, skoða vel heimasíðuna, ársskýrsluna eða aðrar upplýsingar sem finna má um fyrirtækið. Umsækjandi gæti verið spurður hvað hann viti um viðkomandi fyrirtæki og þá fær umsækjandinn mögulega plús í kladdann ef hann hefur kynnt sér starfsemina vel.“ Mikilvægt er jafnframt að kynna sér vel fyrirtækið, skoða vel heimasíðuna, ársskýrsluna eða aðrar upplýsingar sem finna má um fyrirtækið Á hvað á maður að leggja áherslu í viðtali? „Það er gott að leggja áherslu á að segja vel frá þeirri reynslu sem tengist því starfi sem sótt er um, vera þó hnitmiðaður í svörum og gæta þess að fara ekki út fyrir efnið og í miklar málalengingar. Þó það sé mikilvægt að vera hnitmiðaður þá mega svörin ekki vera það „snubbótt“ að viðmælandinn sé litlu nær um það sem umsækjandinn kann og getur, þetta er fín lína.“ Hvað með klæðnað og líkamstjáningu, eru einhver góð ráð til að gefa þar? „Þumalputtareglan varðandi klæðaburð er að vera hreinn og snyrtilegur til fara og frekar íhaldssamur heldur en hitt, less is more þegar það kemur að atvinnuviðtölum. Það er gott að velta fyrir sér hvernig starfsmenn viðkomandi fyrirtækis séu klæddir í vinnunni og reyna að velja sambærilegan klæðnað fyrir viðtalið. Líkamstjáning er virkilega mikilvæg í viðtölum, þétt handaband er þar fyrsta skrefið. Ég ráðlegg umsækjendum að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið og reyna eftir fremsta megni að vera afslappaðir, jákvæðir og glaðlegir. Takist þetta þá gefur viðkomandi þau skilaboð frá sér að hann sé öruggur, ekkert að flýta sér og sé tilbúinn í gott samtal. Sá sem hins vegar kemur inn dúðaður í úlpuna og trefilinn, afþakkar vatnið og sest svo með krasslagðar hendur gefur frá sér þau skilaboð að hann vilji komast sem fyrst úr þessum aðstæðum og hafi ef til vill takmarkaðan áhuga.“ Er hægt að æfa sig undir ,,erfiðu“ spurningarnar? „Mikilvægast er að undirbúa svör við spurningum varðandi reynsluna sem maður býr yfir en vissulega geta komið óvæntar spurningar sem erfitt er að undirbúa svör við eins og „Ef þú værir fugl, hvaða fugl værir þú?“ Spurningar af þessu tagi eru afar sjaldgæfar og er tilgangur þeirra ekki að fá fram eitthvað ákveðið svar, það skiptir sjaldnast máli hvaða fugl umsækjandinn velur, frekar er verið að horfa til þess hversu fljótur umsækjandinn er að hugsa og færa rök fyrir máli sínu og hvernig hann bregðist við óvæntum uppákomum. Aðrar og algengari spurningar sem mörgum þykja erfiðar snúa til dæmis að styrkleikum og veikleikum viðkomandi. Til að undirbúa sig fyrir slíkar spurningar er gott að fara í dálitla sjálfsskoðun, greina það hvar styrkleikarnir liggja og hvar maður gæti ef til vill bætt sig að einhverju leyti. Umsækjandi sem hefur velt þessu vel fyrir sér og svarar spurningum skýrt og skilmerkilega sýnir líka fram á ákveðið sjálfsöryggi.“ Ég ráðlegg umsækjendum að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið og reyna eftir fremsta megni að vera afslappaðir, jákvæðir og glaðlegir.
Tengdar fréttir Meiri kröfur en áður um að starfsfólk sé tilbúið til að læra eitthvað nýtt Coca Cola í Bandaríkjunum leitar að starfsfólki sem er tilbúið til að læra stöðugt eitthvað nýtt. Sverrir Briem hjá Hagvangi segir það sama upp á teningnum á Íslandi og Rúna Magnúsdóttir stjórnendaþjálfi segir bæði stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera tilbúna til að hugsa út fyrir boxið. 10. febrúar 2020 10:00 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Ragnheiður Dagsdóttir segir að kynningarbréf eigi ekki að endurskrifa ferilskránna en þau geta verið lykillinn að því að viðkomandi komist í viðtal. 3. febrúar 2020 11:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Sjá meira
Meiri kröfur en áður um að starfsfólk sé tilbúið til að læra eitthvað nýtt Coca Cola í Bandaríkjunum leitar að starfsfólki sem er tilbúið til að læra stöðugt eitthvað nýtt. Sverrir Briem hjá Hagvangi segir það sama upp á teningnum á Íslandi og Rúna Magnúsdóttir stjórnendaþjálfi segir bæði stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera tilbúna til að hugsa út fyrir boxið. 10. febrúar 2020 10:00
Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00
Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Ragnheiður Dagsdóttir segir að kynningarbréf eigi ekki að endurskrifa ferilskránna en þau geta verið lykillinn að því að viðkomandi komist í viðtal. 3. febrúar 2020 11:00
Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00