„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 09:07 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29