Enski boltinn

„Mátt tapa 30 milljónum evra á þremur árum hjá UEFA saman­borið við 105 milljónir punda í úr­vals­deildinni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Stones var keyptur á fúlgufjár.
John Stones var keyptur á fúlgufjár. vísir/getty

Kieran Maguire, prófessor innan raða Liverpool háskólans, segir að það sé enginn nauðsyn fyrir Manchester City að selja alla leikmenn sína á brunaútsölu.

City var eins og kunnugt er dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu á dögunum en bæði Pep Guardiola og Ferran Soriano, stjórnarformaður City, eru vissir um að sannleikurinn muni koma í ljós.

Margir hafa rætt um framtíð leikmanna City en Maguire, sem er mikill sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga, segir þó að Englandsmeistararnir þurfi ekki að selja flesta leikmenn sína.







„Það er enginn nauðsyn á brunaútsölu. Það gæti orðið hagur City að vera ekki í Evrópukeppnum því þú mátt tapa 30 milljónum evra á þremur árum hjá UEFA samanborið við 105 milljónir punda í úrvalsdeildinni.“

City er í 2. sæti ensku deildarinnar með 54 stig en þeir eru 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Þeir berjast við Leicester um 2. sætið en City er fjórum stigum á undan Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×