Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 16:15 Danni Williams var frábær með Blikum í gær en hún skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Vísir/Daníel Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins. Valur skaut nýkrýnda bikarmeistara niður á jörðina í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Skallagrímur lék án Keiru Robinson, Emilie Sofie Hesseldal og Maju Michalsku, sem voru allar með flensu en án þeirra byrjuðu Borgnesingar betur og þegar tvær og hálf mínúta var búin var staðan 8-2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði var þá búin að skora 6 stig. Valur svaraði af krafti og eftir því sem á leikinn leið breikkaði bilið milli liðanna. Valur skoraði 21 stig í röð í seinni hálfleik og vann að lokum 66 stiga sigur, 107-41. Valur, sem tapaði fyrir KR í frábærum undanúrslitaleik í bikarnum um helgina, færist því nær deildarmeistaratitilinum. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í Valsliðinu, skoraði 27 stig. Kiana Johnson kom næst með 16 stig. Sigrún Sjöfn var stigahæst hjá Skallagrími með 17 stig. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikina í gær. Klippa: Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Valur er 6 stigum á undan KR sem þurfti að hafa fyrir sigri á Haukum. Haukar voru sterkari framan af og eftir 9 stig í röð var staðan 17-8 sem var mesta forysta Hauka í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var spennandi en KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 46-42. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta en KR var 9 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 15 stig og þá ákvað Benedikt Guðmundsson þjálfari að hvíla lykilmenn. Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt en sigri KR var ekki ógnað, 75-72, urðu úrslitin. Danielle Rodriquez var nálægt þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hún fiskaði að auki 9 villur á Hauka. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 18 stig. Breiðablik og Grindavík voru jöfn að stigum á botninum þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Liðin höfðu aðeins unnið 2 leiki í vetur, Grindavík vann leik liðanna í Grindavík en Breiðablik hafði betur þegar liðin mættust í Kópavogi. Breiðablik hafði að auki unnið Snæfell og Grindavík vann Keflavík í byrjun þessa mánaðar. Í gærkvöldi var Breiðablik með undirtökin allan tímann. Í byrjun 2. leikhluta var munurinn 5 stig en þá skoraði Breiðablik 10 stig í röð. Kópavogsliðið var 15 stigum yfir í hálfleik og vann að lokum 89-66. Hin geysiöfluga Danni Williams skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir átti góðan leik, skoraði 19 stig á þeim 25 mínútum sem hún spilaði. Tania Pierre-Marie var stigahæst hjá Grindavík með 28 stig. Breiðablik er í sjöunda sæti með 6 stig og Grindavík í 8. sæti með 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins. Valur skaut nýkrýnda bikarmeistara niður á jörðina í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Skallagrímur lék án Keiru Robinson, Emilie Sofie Hesseldal og Maju Michalsku, sem voru allar með flensu en án þeirra byrjuðu Borgnesingar betur og þegar tvær og hálf mínúta var búin var staðan 8-2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði var þá búin að skora 6 stig. Valur svaraði af krafti og eftir því sem á leikinn leið breikkaði bilið milli liðanna. Valur skoraði 21 stig í röð í seinni hálfleik og vann að lokum 66 stiga sigur, 107-41. Valur, sem tapaði fyrir KR í frábærum undanúrslitaleik í bikarnum um helgina, færist því nær deildarmeistaratitilinum. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í Valsliðinu, skoraði 27 stig. Kiana Johnson kom næst með 16 stig. Sigrún Sjöfn var stigahæst hjá Skallagrími með 17 stig. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikina í gær. Klippa: Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Valur er 6 stigum á undan KR sem þurfti að hafa fyrir sigri á Haukum. Haukar voru sterkari framan af og eftir 9 stig í röð var staðan 17-8 sem var mesta forysta Hauka í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var spennandi en KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 46-42. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta en KR var 9 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 15 stig og þá ákvað Benedikt Guðmundsson þjálfari að hvíla lykilmenn. Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt en sigri KR var ekki ógnað, 75-72, urðu úrslitin. Danielle Rodriquez var nálægt þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hún fiskaði að auki 9 villur á Hauka. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 18 stig. Breiðablik og Grindavík voru jöfn að stigum á botninum þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Liðin höfðu aðeins unnið 2 leiki í vetur, Grindavík vann leik liðanna í Grindavík en Breiðablik hafði betur þegar liðin mættust í Kópavogi. Breiðablik hafði að auki unnið Snæfell og Grindavík vann Keflavík í byrjun þessa mánaðar. Í gærkvöldi var Breiðablik með undirtökin allan tímann. Í byrjun 2. leikhluta var munurinn 5 stig en þá skoraði Breiðablik 10 stig í röð. Kópavogsliðið var 15 stigum yfir í hálfleik og vann að lokum 89-66. Hin geysiöfluga Danni Williams skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir átti góðan leik, skoraði 19 stig á þeim 25 mínútum sem hún spilaði. Tania Pierre-Marie var stigahæst hjá Grindavík með 28 stig. Breiðablik er í sjöunda sæti með 6 stig og Grindavík í 8. sæti með 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira