Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 16:15 Danni Williams var frábær með Blikum í gær en hún skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Vísir/Daníel Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins. Valur skaut nýkrýnda bikarmeistara niður á jörðina í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Skallagrímur lék án Keiru Robinson, Emilie Sofie Hesseldal og Maju Michalsku, sem voru allar með flensu en án þeirra byrjuðu Borgnesingar betur og þegar tvær og hálf mínúta var búin var staðan 8-2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði var þá búin að skora 6 stig. Valur svaraði af krafti og eftir því sem á leikinn leið breikkaði bilið milli liðanna. Valur skoraði 21 stig í röð í seinni hálfleik og vann að lokum 66 stiga sigur, 107-41. Valur, sem tapaði fyrir KR í frábærum undanúrslitaleik í bikarnum um helgina, færist því nær deildarmeistaratitilinum. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í Valsliðinu, skoraði 27 stig. Kiana Johnson kom næst með 16 stig. Sigrún Sjöfn var stigahæst hjá Skallagrími með 17 stig. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikina í gær. Klippa: Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Valur er 6 stigum á undan KR sem þurfti að hafa fyrir sigri á Haukum. Haukar voru sterkari framan af og eftir 9 stig í röð var staðan 17-8 sem var mesta forysta Hauka í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var spennandi en KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 46-42. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta en KR var 9 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 15 stig og þá ákvað Benedikt Guðmundsson þjálfari að hvíla lykilmenn. Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt en sigri KR var ekki ógnað, 75-72, urðu úrslitin. Danielle Rodriquez var nálægt þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hún fiskaði að auki 9 villur á Hauka. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 18 stig. Breiðablik og Grindavík voru jöfn að stigum á botninum þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Liðin höfðu aðeins unnið 2 leiki í vetur, Grindavík vann leik liðanna í Grindavík en Breiðablik hafði betur þegar liðin mættust í Kópavogi. Breiðablik hafði að auki unnið Snæfell og Grindavík vann Keflavík í byrjun þessa mánaðar. Í gærkvöldi var Breiðablik með undirtökin allan tímann. Í byrjun 2. leikhluta var munurinn 5 stig en þá skoraði Breiðablik 10 stig í röð. Kópavogsliðið var 15 stigum yfir í hálfleik og vann að lokum 89-66. Hin geysiöfluga Danni Williams skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir átti góðan leik, skoraði 19 stig á þeim 25 mínútum sem hún spilaði. Tania Pierre-Marie var stigahæst hjá Grindavík með 28 stig. Breiðablik er í sjöunda sæti með 6 stig og Grindavík í 8. sæti með 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 1-2 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins. Valur skaut nýkrýnda bikarmeistara niður á jörðina í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Skallagrímur lék án Keiru Robinson, Emilie Sofie Hesseldal og Maju Michalsku, sem voru allar með flensu en án þeirra byrjuðu Borgnesingar betur og þegar tvær og hálf mínúta var búin var staðan 8-2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði var þá búin að skora 6 stig. Valur svaraði af krafti og eftir því sem á leikinn leið breikkaði bilið milli liðanna. Valur skoraði 21 stig í röð í seinni hálfleik og vann að lokum 66 stiga sigur, 107-41. Valur, sem tapaði fyrir KR í frábærum undanúrslitaleik í bikarnum um helgina, færist því nær deildarmeistaratitilinum. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í Valsliðinu, skoraði 27 stig. Kiana Johnson kom næst með 16 stig. Sigrún Sjöfn var stigahæst hjá Skallagrími með 17 stig. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikina í gær. Klippa: Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Valur er 6 stigum á undan KR sem þurfti að hafa fyrir sigri á Haukum. Haukar voru sterkari framan af og eftir 9 stig í röð var staðan 17-8 sem var mesta forysta Hauka í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var spennandi en KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 46-42. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta en KR var 9 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 15 stig og þá ákvað Benedikt Guðmundsson þjálfari að hvíla lykilmenn. Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt en sigri KR var ekki ógnað, 75-72, urðu úrslitin. Danielle Rodriquez var nálægt þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hún fiskaði að auki 9 villur á Hauka. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 18 stig. Breiðablik og Grindavík voru jöfn að stigum á botninum þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Liðin höfðu aðeins unnið 2 leiki í vetur, Grindavík vann leik liðanna í Grindavík en Breiðablik hafði betur þegar liðin mættust í Kópavogi. Breiðablik hafði að auki unnið Snæfell og Grindavík vann Keflavík í byrjun þessa mánaðar. Í gærkvöldi var Breiðablik með undirtökin allan tímann. Í byrjun 2. leikhluta var munurinn 5 stig en þá skoraði Breiðablik 10 stig í röð. Kópavogsliðið var 15 stigum yfir í hálfleik og vann að lokum 89-66. Hin geysiöfluga Danni Williams skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir átti góðan leik, skoraði 19 stig á þeim 25 mínútum sem hún spilaði. Tania Pierre-Marie var stigahæst hjá Grindavík með 28 stig. Breiðablik er í sjöunda sæti með 6 stig og Grindavík í 8. sæti með 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 1-2 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira