Gagnrýna áætlun félagsmálaráðherra: „Virðist sem ráðherra fari af stað með tilkynningu áður en hún er rædd í ríkisstjórn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 14:31 Isabel Alejandra Díaz, forseti SHÍ, og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýna áætlun félgamsálaráðherra. Vísir/Vilhelm - Aðsend/Helga Lind Mar Þingmaður Samfylkingarinnar furðar sig á áætlun félagsmálaráðherra um að heimila atvinnulausum að fara í nám án þess að þeir missi atvinnuleysisbætur sem hann tilkynnti í kvöldfréttum RÚV í gær. Starfshópur sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra setti á fót í vor hefur skilað tillögum um hvernig breyta þurfi lögum til þess að heimila fólki að stunda nám meðan það er í atvinnuleit. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að þetta sé á borði ríkisstjórnarinnar þegar þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar, sem lögð var til í vor, um að stúdentum yrðu tryggðar atvinnuleysisbætur var felld af meirihlutanum. „Ég velti fyrir mér hvernig framkvæmdin á þessu verður. Hvernig ætla þau að gera þetta og af hverju á þessum tímapunkti? Nú er skráningum í skólana lokið og fyrir hvaða tímabil er þetta þá? Er þetta fyrir haustið 2021 eða sumarið 2021 eða hvað erum við að tala um? Er þetta bara fyrir atvinnulausa sem vilja fara í nám en ekki námsmenn sem mega fara á atvinnuleysisbætur?“ spyr Helga Vala í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hvort breytingarnar eigi einnig að ná til námsmanna sem þegar eru í námi og hafa ekki fengið atvinnuleysisbætur hingað til. Félagsmálaráðherra vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar fréttastofa spurðist fyrir um málið en sagði að vonandi yrði þetta kynnt á næstu dögum. „Þetta lýtur að því að þeir sem eru langtímaatvinnulausir geti farið í nám sem hluta af sínum úrræðum, sambærilegt var gert hér í efnahagshruninu. Og ég bind miklar vonir við þetta og við erum svona að leggja lokahönd á útfærsluna á þessu,“ sagði Ásmundur Einar í kvöldfréttum RÚV í gær. Ekki vilji ríkisstjórnarinnar að styðja fólk í að „gera ekki neitt“ Helga Vala bendir á það að eftir að tillaga Samfylkingarinnar um atvinnuleysisbætur stúdenta var felld í þinginu í vor hafi Ásmundur Einar farið stórum í Silfrinu á RÚV. „Ég man að félagsmálaráðherra fór í Silfrið og rökstuddi það með því að ríkisstjórnin vildi ekki styðja fólk í að gera ekki neitt. Það þótti okkur og stúdentum mjög ómaklegt.“ Þá segir hún áætlun félagsmálaráðherra hljóta að vera flókna í framkvæmd, þar sem hluti námsmanna hljóti atvinnuleysisbætur en ekki aðrir. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd en við vorum að stíla á sumarið í okkar tillögu af því að það er ekki hægt að horfa fram hjá því að námsmönnum á námslánum hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem velja það að framfleyta sér með einhvers konar aukavinnu sem að hrundi svo í vor.“ „Þess vegna vorum við að benda á þennan alvarleika sem var þá til staðar. Þess vegna finnst manni þessi tónn félagsmálaráðherra vera holur. Það þarf að grípa þennan hóp en þarna var ríkisstjórnin ósammála okkur,“ segir Helga Vala. „Það sem núna er hins vegar í gangi er að félagsmálaráðherra fer af stað, sýnist manni, með svona tilkynningu og það getur verið að þetta sé enn eitt skiptið sem ráðherra Framsóknarflokks fer út með mál án þess að vera búinn að tala um það í ríkisstjórninni af því að það hefur gerst í þrígang hjá þeim.“ Verður að vera samræmi svo ekki sé unnið einstaklingum í óhag Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti í morgun nefndi hún sem dæmi þegar ráðherra Framsóknarflokksins kynnti fjölmiðlalög og samgönguáætlun fyrst fyrir fjölmiðlum og síðan fyrir ríkisstjórn. „Er þetta enn eitt sjónarspil ráðherra framsóknar?“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysisbætur séu mikið forgangsmál hjá stúdentum. Ákveðið gap hafi myndast milli menntasjóðskerfisins og atvinnuleysistryggingakerfisins, þar sem stúdentar geti aðeins sótt um námslán séu þeir í meira en 20 einingum á önn en geti ekki verið á atvinnuleysisbótum séu þeir skráðir í fleiri en 10 einingar. Helga Vala segir mikið þjóðþrifamál að jafna þetta bil. „Já, algjörlega! Það þarf að vera einhvers konar samræmi í þessu þannig að kerfin séu ekki að vinna á móti hvort öðru einstaklingum í óhag. Við þurfum líka að minnka flækjustigið. Það eru allt of margir sem eru búnir að bíða vikum og mánuðum saman eftir einhverri úrlausn og það bara virðist vera of mikið álag á Vinnumálastofnun.“ „Þetta er auðvitað kerfi sem á að styðja við aukna menntun og styðja fólk til virkni en það þarf þá að ná yfir alla.“ Komið til móts við ýmsa hópa en stúdentar eru alltaf undanskildir Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir erfitt að meta áætlun félagsmálaráðherra þegar svo lítið hefur komið fram. „Eins og stendur vitum við mjög lítið um fyrirkomulagið. Talað er um að þetta muni gilda fyrir langtímaatvinnulausa. Hvernig á að einskorða það? Eru það þrír mánuðir, sex mánuðir?“ „Það sem er kannski einkennilegt er að það er verið að tala um fólk af vinnumarkaði sem er að koma í nám. Það er ekki enn þá verið að tala um stúdenta sem eru í námi og hlutastarfi og missa vinnuna. Það þarf að skoða þetta betur og það sem við viljum sjá er að stúdentar eigi rétt á atvinnuleysisbótum í námshléum eins og við áttum fyrir árið 2010. Þetta fellur ekki að kröfu okkar,“ segir Isabel. Hún segir þetta mjög gott dæmi um það að hægt sé að fara í kerfisbreytingar. Þarna sé verið að veita öðrum hópi réttindi til atvinnuleysisbóta en enn sitji hinn almenni stúdent á hakanum. „Það er auðvitað mikilvægt að komið sé til móts við þennan hóp og kannski eru einhverjir stúdentar sem tilheyra þessum hópi en samt er hinn almenni stúdent undanskilinn.“ „Af hverju ekki bara að grípa allan hópinn?“ spyr Isabel. „Af launum stúdenta rennur gjald í atvinnuleysistryggingasjóð og hefur alltaf gert þrátt fyrir að við höfum misst réttindi til að sækja aðstoð í sjóðinn árið 2010. Við viljum að fundin verði lausn á þessu vandamáli og að þetta sé leiðrétt.“ „Þau börðust hatrammlega gegn þessu. Af hverju er þetta þá allt í einu núna málið?“ Aðspurð segir Helga Vala að stúdentar geti búist við stuðningi Samfylkingarinnar til að tryggja stúdentum atvinnuleysisbætur í áframhaldandi baráttu þeirra fyrir því. Helga Vala segir þá að skýra þurfi, fyrst atvinnulausir megi fara í nám án þess að missa réttindi sín, hvort námsmenn fái einnig atvinnuleysisbætur eða hvort þetta eigi bara við þá sem hafi orðið atvinnulausir og megi nú fara í nám. „Af hverju er þetta í lagi núna en var það alls ekki, þau börðust hatrammlega gegn þessu og sögðu þetta vera vitlausustu tillögu sem þau höfðu séð. Af hverju er þetta þá allt í einu núna málið?“ „Námsmenn eru á ólíkum stað og það er verið að útiloka hóp námsmanna frá því að halda áfram í námi ef við ætlum að hafa þetta svona. Fólk verður þá bara að hætta í námi og einhvern vegin reyna að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Það eru ekki allir sem geta sótt í einhverja sjóði heima hjá sér, hjá foreldrum sínum. Það eru ekki allir með svoleiðis bakland,“ segir Helga Vala. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Háskóli Íslands kom 10 milljóna króna sjóði á fót fyrir stúdenta í bágri fjárhagsstöðu Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta settu á fót tíu milljóna króna stuðningssjóð í byrjun sumars til að bregðast við bágri stöðu stúdenta við skólann sem búsettir eru á Stúdentagörðum og eru í miklum greiðsluvanda. 5. ágúst 2020 15:00 Breytingin geri fleirum kleift að hefja háskólanám í haust Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. 24. júlí 2020 20:00 „Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst“ Heimilt hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá MSN fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. 24. júlí 2020 11:34 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar furðar sig á áætlun félagsmálaráðherra um að heimila atvinnulausum að fara í nám án þess að þeir missi atvinnuleysisbætur sem hann tilkynnti í kvöldfréttum RÚV í gær. Starfshópur sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra setti á fót í vor hefur skilað tillögum um hvernig breyta þurfi lögum til þess að heimila fólki að stunda nám meðan það er í atvinnuleit. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að þetta sé á borði ríkisstjórnarinnar þegar þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar, sem lögð var til í vor, um að stúdentum yrðu tryggðar atvinnuleysisbætur var felld af meirihlutanum. „Ég velti fyrir mér hvernig framkvæmdin á þessu verður. Hvernig ætla þau að gera þetta og af hverju á þessum tímapunkti? Nú er skráningum í skólana lokið og fyrir hvaða tímabil er þetta þá? Er þetta fyrir haustið 2021 eða sumarið 2021 eða hvað erum við að tala um? Er þetta bara fyrir atvinnulausa sem vilja fara í nám en ekki námsmenn sem mega fara á atvinnuleysisbætur?“ spyr Helga Vala í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hvort breytingarnar eigi einnig að ná til námsmanna sem þegar eru í námi og hafa ekki fengið atvinnuleysisbætur hingað til. Félagsmálaráðherra vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar fréttastofa spurðist fyrir um málið en sagði að vonandi yrði þetta kynnt á næstu dögum. „Þetta lýtur að því að þeir sem eru langtímaatvinnulausir geti farið í nám sem hluta af sínum úrræðum, sambærilegt var gert hér í efnahagshruninu. Og ég bind miklar vonir við þetta og við erum svona að leggja lokahönd á útfærsluna á þessu,“ sagði Ásmundur Einar í kvöldfréttum RÚV í gær. Ekki vilji ríkisstjórnarinnar að styðja fólk í að „gera ekki neitt“ Helga Vala bendir á það að eftir að tillaga Samfylkingarinnar um atvinnuleysisbætur stúdenta var felld í þinginu í vor hafi Ásmundur Einar farið stórum í Silfrinu á RÚV. „Ég man að félagsmálaráðherra fór í Silfrið og rökstuddi það með því að ríkisstjórnin vildi ekki styðja fólk í að gera ekki neitt. Það þótti okkur og stúdentum mjög ómaklegt.“ Þá segir hún áætlun félagsmálaráðherra hljóta að vera flókna í framkvæmd, þar sem hluti námsmanna hljóti atvinnuleysisbætur en ekki aðrir. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd en við vorum að stíla á sumarið í okkar tillögu af því að það er ekki hægt að horfa fram hjá því að námsmönnum á námslánum hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem velja það að framfleyta sér með einhvers konar aukavinnu sem að hrundi svo í vor.“ „Þess vegna vorum við að benda á þennan alvarleika sem var þá til staðar. Þess vegna finnst manni þessi tónn félagsmálaráðherra vera holur. Það þarf að grípa þennan hóp en þarna var ríkisstjórnin ósammála okkur,“ segir Helga Vala. „Það sem núna er hins vegar í gangi er að félagsmálaráðherra fer af stað, sýnist manni, með svona tilkynningu og það getur verið að þetta sé enn eitt skiptið sem ráðherra Framsóknarflokks fer út með mál án þess að vera búinn að tala um það í ríkisstjórninni af því að það hefur gerst í þrígang hjá þeim.“ Verður að vera samræmi svo ekki sé unnið einstaklingum í óhag Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti í morgun nefndi hún sem dæmi þegar ráðherra Framsóknarflokksins kynnti fjölmiðlalög og samgönguáætlun fyrst fyrir fjölmiðlum og síðan fyrir ríkisstjórn. „Er þetta enn eitt sjónarspil ráðherra framsóknar?“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysisbætur séu mikið forgangsmál hjá stúdentum. Ákveðið gap hafi myndast milli menntasjóðskerfisins og atvinnuleysistryggingakerfisins, þar sem stúdentar geti aðeins sótt um námslán séu þeir í meira en 20 einingum á önn en geti ekki verið á atvinnuleysisbótum séu þeir skráðir í fleiri en 10 einingar. Helga Vala segir mikið þjóðþrifamál að jafna þetta bil. „Já, algjörlega! Það þarf að vera einhvers konar samræmi í þessu þannig að kerfin séu ekki að vinna á móti hvort öðru einstaklingum í óhag. Við þurfum líka að minnka flækjustigið. Það eru allt of margir sem eru búnir að bíða vikum og mánuðum saman eftir einhverri úrlausn og það bara virðist vera of mikið álag á Vinnumálastofnun.“ „Þetta er auðvitað kerfi sem á að styðja við aukna menntun og styðja fólk til virkni en það þarf þá að ná yfir alla.“ Komið til móts við ýmsa hópa en stúdentar eru alltaf undanskildir Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir erfitt að meta áætlun félagsmálaráðherra þegar svo lítið hefur komið fram. „Eins og stendur vitum við mjög lítið um fyrirkomulagið. Talað er um að þetta muni gilda fyrir langtímaatvinnulausa. Hvernig á að einskorða það? Eru það þrír mánuðir, sex mánuðir?“ „Það sem er kannski einkennilegt er að það er verið að tala um fólk af vinnumarkaði sem er að koma í nám. Það er ekki enn þá verið að tala um stúdenta sem eru í námi og hlutastarfi og missa vinnuna. Það þarf að skoða þetta betur og það sem við viljum sjá er að stúdentar eigi rétt á atvinnuleysisbótum í námshléum eins og við áttum fyrir árið 2010. Þetta fellur ekki að kröfu okkar,“ segir Isabel. Hún segir þetta mjög gott dæmi um það að hægt sé að fara í kerfisbreytingar. Þarna sé verið að veita öðrum hópi réttindi til atvinnuleysisbóta en enn sitji hinn almenni stúdent á hakanum. „Það er auðvitað mikilvægt að komið sé til móts við þennan hóp og kannski eru einhverjir stúdentar sem tilheyra þessum hópi en samt er hinn almenni stúdent undanskilinn.“ „Af hverju ekki bara að grípa allan hópinn?“ spyr Isabel. „Af launum stúdenta rennur gjald í atvinnuleysistryggingasjóð og hefur alltaf gert þrátt fyrir að við höfum misst réttindi til að sækja aðstoð í sjóðinn árið 2010. Við viljum að fundin verði lausn á þessu vandamáli og að þetta sé leiðrétt.“ „Þau börðust hatrammlega gegn þessu. Af hverju er þetta þá allt í einu núna málið?“ Aðspurð segir Helga Vala að stúdentar geti búist við stuðningi Samfylkingarinnar til að tryggja stúdentum atvinnuleysisbætur í áframhaldandi baráttu þeirra fyrir því. Helga Vala segir þá að skýra þurfi, fyrst atvinnulausir megi fara í nám án þess að missa réttindi sín, hvort námsmenn fái einnig atvinnuleysisbætur eða hvort þetta eigi bara við þá sem hafi orðið atvinnulausir og megi nú fara í nám. „Af hverju er þetta í lagi núna en var það alls ekki, þau börðust hatrammlega gegn þessu og sögðu þetta vera vitlausustu tillögu sem þau höfðu séð. Af hverju er þetta þá allt í einu núna málið?“ „Námsmenn eru á ólíkum stað og það er verið að útiloka hóp námsmanna frá því að halda áfram í námi ef við ætlum að hafa þetta svona. Fólk verður þá bara að hætta í námi og einhvern vegin reyna að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Það eru ekki allir sem geta sótt í einhverja sjóði heima hjá sér, hjá foreldrum sínum. Það eru ekki allir með svoleiðis bakland,“ segir Helga Vala.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Háskóli Íslands kom 10 milljóna króna sjóði á fót fyrir stúdenta í bágri fjárhagsstöðu Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta settu á fót tíu milljóna króna stuðningssjóð í byrjun sumars til að bregðast við bágri stöðu stúdenta við skólann sem búsettir eru á Stúdentagörðum og eru í miklum greiðsluvanda. 5. ágúst 2020 15:00 Breytingin geri fleirum kleift að hefja háskólanám í haust Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. 24. júlí 2020 20:00 „Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst“ Heimilt hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá MSN fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. 24. júlí 2020 11:34 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
Háskóli Íslands kom 10 milljóna króna sjóði á fót fyrir stúdenta í bágri fjárhagsstöðu Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta settu á fót tíu milljóna króna stuðningssjóð í byrjun sumars til að bregðast við bágri stöðu stúdenta við skólann sem búsettir eru á Stúdentagörðum og eru í miklum greiðsluvanda. 5. ágúst 2020 15:00
Breytingin geri fleirum kleift að hefja háskólanám í haust Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. 24. júlí 2020 20:00
„Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst“ Heimilt hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá MSN fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. 24. júlí 2020 11:34