Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 06:28 Alexei Navalny hefur verið einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimir Pútín í Rússlandi. AP/Alexander Zemlianichenko Uppfært 8:50 Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. Talsmaður sjúkrahússins segir Navalny í dái og í alvarlegu ástandi. Hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu og þurfti að lenda flugvélinni áður en komið var til Moskvu vegna ástands Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, segir að líklega hafi eitur verið sett í te hans á flugvellinum í Síberíu. Hann hafi ekki drukkið neitt annað. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, segir að vegna þessa hafi Navalny verið settur í fangelsi þrisvar sinnum og ítrekað hafi verið ráðist á hann persónulega. Þar að auki hafi bróðir hans verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. The pressure Navalny has faced for challenging Putin is remarkable. He's been jailed 13 times, his brother was imprisoned for 3 years, and he's been physically attacked several times. A Prigozhin troll harassed us throughout our interview last year.https://t.co/mGKYnrwptJ— max seddon (@maxseddon) August 20, 2020 Árið 2017 skaddaðist hann á auga þegar árásarmenn helltu grænu litarefni, sem notað er sem sótthreinsir, framan í hann. Í fyrra fékk hann útbrot og bólgur í andlit er hann var í haldi lögreglu fyrir að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Þá var talið að eitrað hefði verið fyrir honum, samkvæmt frétt Moscow Times. Navalny hefur reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en hingað til hefur honum verið meinað að gera það. Hann hefur verið fangelsaður og framboð hans dæmt ólöglegt. Í frétt MT segir einnig að heimildarmenn TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segi lögregluna ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny viljandi. Yarmish gagnrýnir það harðlega að lögreglan telji Navalny hafa borðað eða drukkið eitthvað slæmt. Судя по кремлевским помойкам, им потребовалось 5 часов, чтобы выработать общую прорывную версию: Навальный что-то выпил или съел сам. Это, разумеется, полная чушь.Состояние Алексея пока без изменений. В сознание не приходил, диагноз не сообщают— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 20, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Uppfært 8:50 Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. Talsmaður sjúkrahússins segir Navalny í dái og í alvarlegu ástandi. Hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu og þurfti að lenda flugvélinni áður en komið var til Moskvu vegna ástands Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, segir að líklega hafi eitur verið sett í te hans á flugvellinum í Síberíu. Hann hafi ekki drukkið neitt annað. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, segir að vegna þessa hafi Navalny verið settur í fangelsi þrisvar sinnum og ítrekað hafi verið ráðist á hann persónulega. Þar að auki hafi bróðir hans verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. The pressure Navalny has faced for challenging Putin is remarkable. He's been jailed 13 times, his brother was imprisoned for 3 years, and he's been physically attacked several times. A Prigozhin troll harassed us throughout our interview last year.https://t.co/mGKYnrwptJ— max seddon (@maxseddon) August 20, 2020 Árið 2017 skaddaðist hann á auga þegar árásarmenn helltu grænu litarefni, sem notað er sem sótthreinsir, framan í hann. Í fyrra fékk hann útbrot og bólgur í andlit er hann var í haldi lögreglu fyrir að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Þá var talið að eitrað hefði verið fyrir honum, samkvæmt frétt Moscow Times. Navalny hefur reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en hingað til hefur honum verið meinað að gera það. Hann hefur verið fangelsaður og framboð hans dæmt ólöglegt. Í frétt MT segir einnig að heimildarmenn TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segi lögregluna ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny viljandi. Yarmish gagnrýnir það harðlega að lögreglan telji Navalny hafa borðað eða drukkið eitthvað slæmt. Судя по кремлевским помойкам, им потребовалось 5 часов, чтобы выработать общую прорывную версию: Навальный что-то выпил или съел сам. Это, разумеется, полная чушь.Состояние Алексея пока без изменений. В сознание не приходил, диагноз не сообщают— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 20, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57