Hafa nú spilað í þrettán og hálfan klukkutíma án þess að fá á sig mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:00 Miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir og markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hafa spilað allar 810 mínúur Blika í Pepsi deild kvenna í sumar. Vísir/Samsett Blikakonur stóðust metapressuna í gærkvöldi og gott betur. 7-0 sigur á Þór/KA þýðir að liðið er nú það eina í sögu úrvalsdeildar kvenna sem hefur spilað níu fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark. Breiðablik sló 23 ára gamalt met KR-liðsins á 23. mínútu leiksins í gær en KR-konur héldu hreinu fram í fyrri hálfleik í níunda leik sínum sumarið 1997. Blikaliðið hefur nú haldið marki sínu hreinu í samtals 810 mínútur og eru því búnar að spila í þrettán og hálfan klukkutíma án þess að fá á sig mark. Á sama tíma hefur liðið skorað 42 sinnum í mark mótherjanna. Það var við hæfi að miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir opnaði markareikning Blikaliðsins í gær en hún hefur spilað allar þessar 810 mínútur ásamt markverðinum Sonný Láru Þráinsdóttur. Kristín Dís var að skora sitt fyrsta deildarmark í sumar en samt með komin með fleiri mörk en andstæðingarnir í ár. Metið var reyndar aldrei í hættu á Kópavogsvellinum í gær. Fyrsta marktilraun Þór/KA kom nefnilega ekki fyrr en á 60. mínútu þegar Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir átti skot af löngu færi rétt yfir markið. Það munaði þó litlu fjórum mínútum síðar þegar Blikakonur björguðu á línu. Hulda Ósk Jónsdóttir átti síðan skot rétt yfir markið í uppbótatíma leiksins en annars var þetta enn eini rólegi leikurinn hjá Sonný Láru Þráinsdóttur í markinu. Samkvæmt tölfræði Wyscout fyrir leikinn í gær þá er hún búin að fá á sig 24 skot í leikjunum en hefur varið þau öll. Langmest var að gera á móti Val þar sem hún varði alls tíu skot. Helena Ólafsdóttir lýsti leik Breiðabliks og Þór/KA á Stöð 2 Sport í gær en hún var einmitt fyrirliði KR-liðsins sem átti gamla metið sem var 742 mínútur spilaðar án þess að fá á sig fyrsta markið á tímabili. Næst á dagskrá hjá Breiðabliki er að komast yfir þúsund mínútur en því náðu þær sjálfar sumarið 2015 þegar Blikaliðið lék í 1163 mínútur án þess að fá á sig mark eða frá leik á móti KR í þriðju umferð fram í leik á móti Selfossi í sextándu umferð. Til þess að ná því þá þarf Breiðabliksliðið að halda hreinu í næstu þremur leikjum sínum og gott betur. Þær komast yfir þúsund mínútur með því að halda hreinu fram í þriðja leik frá deginum í dag. Metið gæti því fallið undir lok fjórða leiks liðsins sem er samkvæmt leikjaplaninu í dag leikur á móti Þór/KA á útivelli. Norðanstúlkur gætu því lent í því að Blikarnir settu tvö met í leikjum á móti þeim í sumar. Miðað við þróun mála í sumar vegna kórónuveirufaraldursins er erfitt að horfa of langt fram í tímann og því verður bara að koma í ljós hvernig leikjaröð Blikanna verður á endanum. Pepsi Max deild kvenna verður að sjálfsögðu til umfjöllunar í kvöld hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum hennar í Pepsi Max mörkum kvenna. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Blikakonur stóðust metapressuna í gærkvöldi og gott betur. 7-0 sigur á Þór/KA þýðir að liðið er nú það eina í sögu úrvalsdeildar kvenna sem hefur spilað níu fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark. Breiðablik sló 23 ára gamalt met KR-liðsins á 23. mínútu leiksins í gær en KR-konur héldu hreinu fram í fyrri hálfleik í níunda leik sínum sumarið 1997. Blikaliðið hefur nú haldið marki sínu hreinu í samtals 810 mínútur og eru því búnar að spila í þrettán og hálfan klukkutíma án þess að fá á sig mark. Á sama tíma hefur liðið skorað 42 sinnum í mark mótherjanna. Það var við hæfi að miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir opnaði markareikning Blikaliðsins í gær en hún hefur spilað allar þessar 810 mínútur ásamt markverðinum Sonný Láru Þráinsdóttur. Kristín Dís var að skora sitt fyrsta deildarmark í sumar en samt með komin með fleiri mörk en andstæðingarnir í ár. Metið var reyndar aldrei í hættu á Kópavogsvellinum í gær. Fyrsta marktilraun Þór/KA kom nefnilega ekki fyrr en á 60. mínútu þegar Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir átti skot af löngu færi rétt yfir markið. Það munaði þó litlu fjórum mínútum síðar þegar Blikakonur björguðu á línu. Hulda Ósk Jónsdóttir átti síðan skot rétt yfir markið í uppbótatíma leiksins en annars var þetta enn eini rólegi leikurinn hjá Sonný Láru Þráinsdóttur í markinu. Samkvæmt tölfræði Wyscout fyrir leikinn í gær þá er hún búin að fá á sig 24 skot í leikjunum en hefur varið þau öll. Langmest var að gera á móti Val þar sem hún varði alls tíu skot. Helena Ólafsdóttir lýsti leik Breiðabliks og Þór/KA á Stöð 2 Sport í gær en hún var einmitt fyrirliði KR-liðsins sem átti gamla metið sem var 742 mínútur spilaðar án þess að fá á sig fyrsta markið á tímabili. Næst á dagskrá hjá Breiðabliki er að komast yfir þúsund mínútur en því náðu þær sjálfar sumarið 2015 þegar Blikaliðið lék í 1163 mínútur án þess að fá á sig mark eða frá leik á móti KR í þriðju umferð fram í leik á móti Selfossi í sextándu umferð. Til þess að ná því þá þarf Breiðabliksliðið að halda hreinu í næstu þremur leikjum sínum og gott betur. Þær komast yfir þúsund mínútur með því að halda hreinu fram í þriðja leik frá deginum í dag. Metið gæti því fallið undir lok fjórða leiks liðsins sem er samkvæmt leikjaplaninu í dag leikur á móti Þór/KA á útivelli. Norðanstúlkur gætu því lent í því að Blikarnir settu tvö met í leikjum á móti þeim í sumar. Miðað við þróun mála í sumar vegna kórónuveirufaraldursins er erfitt að horfa of langt fram í tímann og því verður bara að koma í ljós hvernig leikjaröð Blikanna verður á endanum. Pepsi Max deild kvenna verður að sjálfsögðu til umfjöllunar í kvöld hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum hennar í Pepsi Max mörkum kvenna. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira