Golf

Kunnuglegt andlit sló fyrsta höggið í morgun: „Hlakka til að þurfa ekki að bíða eftir fólki“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dame Laura Davies.
Dame Laura Davies. vísir/getty

Dame Laura Davies er eitt þekktasta andlitið á LPGA mótaröðinni. Hún lék sitt fyrsta atvinnumannamót einungis sextán ára gömul, árið 1980, og er enn að spila.

Opna breska meistaramótið hófst á Royal Troon vellinum í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem Royal Troon völlurinn heldur mótið.

Vegna kórónuveirunnar er Opna breska fyrsta risamót ársins í kvennaflokki og eitt af fáum mótum sem fara fram í sumar.

Það var því vel við hæfi að einn besti breski kylfingur sögunnar, Laura Davies, sló fyrsta höggið í morgun en henni var að taka upphafshöggið á mótinu.

„Þetta er mikill heiður að fá að slá opnunarhöggið en fyrst og fremst mikilvægt að spila á velli sem er ekki fullur og ég hlakka til að þurfa ekki að bíða eftir fólki,“ sagði Davies sem ruslaði æfingahringnum af á þriðjudaginn.

Hún spilaði æfingahringinn á tveimur og hálfum tíma en frá því að opna breska varð risamót árið 2001 þá hafa einungis Davies og Cristie Kerr tekið þátt í öllum nítján mótunum.

„Þetta er stór vika fyrir kvenna golf. Að spila á þessum golfvelli sem hefur verið á karlamótunum árunum saman og hleypti ekki kvenfólki inn lengi. Þetta er stór vika,“ sagði Davies.

Íslensku kylfingarnir; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru ekki með á mótinu þetta árið.

Útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 14.00 en útsendingar verða frá mótinu alla helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×