Klökkur og með gæsahúð eftir fyrstu hlustun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:00 Söngvarinn Arnar Dór Hannesson gaf í dag út lagið Ég trúi því með hljómsveit sinni Draumar. Hann segist vera gömul sál og að ballöðurnar séu hans heimavöllur. Aðsend mynd „Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson. Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
„Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson.
Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira