Skyndiflóð úr Langjökli leiddi til laxadauða Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2020 12:48 Dauðir laxar finnast á engjum eftir flóðið. Arnar Bergþórsson/Kristrún Snorradóttir Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“ Borgarbyggð Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“
Borgarbyggð Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira