Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir er 16 ára tónlistarkona sem kemur fram undir nafninu gugusar.
Á hlaupársdaginn 29. febrúar kom fyrsta plata hennar út, Listen To This Twice, en Guðlaug safnaði fyrir útgáfu hennar gegnum karolinafund. Vínylútgáfa er væntanleg og stefnt er á útgáfutónleika í maí.
Hún kom í fyrsta sinn fram á Músíktilraunum í fyrra og komst þar í úrslit, auk þess sem að vera verðlaunuð sem rafheili Músíktilrauna.
Í kjölfarið hefur hún vakið verðskuldaða athygli og komið fram víðs vegar, þ.á.m. á menningarnæturtónleikum með Hermigervli og FM Belfast, og svo á útgáfutónleikum Hatara nú fyrir skömmu.
„Þessi playlisti er eins og sýnishorn af uppáhalds lögunum mínum akkúrat núna. Lög sem ég gæti varla lifað án,“ segir Guðlaug um lagalistann.