SGS fagnar kjarasamningi og að þurfa ekki lengur að gista í tjöldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 14:13 Af fundi samninganefndanna í dag. SGS Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og ríkisins voru rétt í þessu að undirrita kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningurinn tekur til 18 aðildarfélaga SGS og gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samninganefndirnar náðu samkomulagi um „útlínur“ kjarasamningsins þann 19. febrúar og hefur vinna staðið yfir síðustu vikur við að ganga frá lausum endum. „Ég er mjög sáttur við að vera búinn að ná samningi við ríkið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Hann segir líklega tvö til þrjú þúsund manns heyra undir félögin átján. Stöðugildin eru um 1500 en margir eru í hlutastörfum. Vaktasamkomulagið sem náðist í vikunni hafi verið lykilatriðið. Stóru línurnar í viðræðum SGS við ríkið hafi verið farnar að skýrast. „Það er gott að vera búinn að ná þessu og mikill áfangi að skrifa undir kjarasamning sem er afturvirkur til 1. apríl 2019. Ég hef verið lengi í þessum og man ekki eftir að samningur á okkar vegum hafi náð svo langt aftur í tímann.“ Út úr tjöldunum Í tilkynningu frá SGS kemur fram að með nýju samkomulagi losni félagsmenn SGS undan þeirri kvöð að vera látnir sofa í tjöldum. Björn skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hann út í þessa breytingu. „Þetta var búið að vera lengi í kjarasamningum að það væri heimilt að láta menn gista í tjöldum en það þyrfti að vera trébotn í tjöldunum. Menn hafa hlegið að þessu. En nú má það ekki lengur,“ segir Björn. Um hafi verið að ræða fólk í brúarvinnu og vegagerð. „Menn voru að hlæja að þessu, að árið væri 2020 og allt í lagi að taka út.“ Penninn á lofti hjá SGS SGS, sem er fjölmennasta landssamband verkafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, hefur gengið frá nokkrum fjölda kjarasamninga að undanförnu. Til að mynda samþykktu 17 aðildarfélög sambandsins nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaganna í byrjun febrúar, auk þess sem SGS og Landsvirkjun náðu saman í lok janúar. Samningar SGS við ríkið höfðu verið lausir frá því 31. mars í fyrra. Nýsamþykktur kjarasamningur verður nú borinn undir félagsmenn og standa vonir til að atkvæðagreiðslu ljúki þann 26. mars. Hér að neðan má sjá helstu atriða nýja samningsins, samkvæmt upplýsingum frá SGS. Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019. Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. Vinnuvika vaktavikufólks verður 36 stundir m.v. fullt starf og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem býður upp á manneskjulegra umhverfi með styttri vinnuviku, þar sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri samþættingu einkalífs og vinnu. Tekin er upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum, í tengslum við það eru stofnannasamningar endurskoðaðir og er ráðstafað allt að 142 milljónum króna vegna þessa. Framlag í orlofssjóð hækkar. Fellt út ákvæði um að heimilt sé að láta fólk gista í tjöldum. Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022. Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag. 5. mars 2020 16:27 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og ríkisins voru rétt í þessu að undirrita kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningurinn tekur til 18 aðildarfélaga SGS og gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samninganefndirnar náðu samkomulagi um „útlínur“ kjarasamningsins þann 19. febrúar og hefur vinna staðið yfir síðustu vikur við að ganga frá lausum endum. „Ég er mjög sáttur við að vera búinn að ná samningi við ríkið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Hann segir líklega tvö til þrjú þúsund manns heyra undir félögin átján. Stöðugildin eru um 1500 en margir eru í hlutastörfum. Vaktasamkomulagið sem náðist í vikunni hafi verið lykilatriðið. Stóru línurnar í viðræðum SGS við ríkið hafi verið farnar að skýrast. „Það er gott að vera búinn að ná þessu og mikill áfangi að skrifa undir kjarasamning sem er afturvirkur til 1. apríl 2019. Ég hef verið lengi í þessum og man ekki eftir að samningur á okkar vegum hafi náð svo langt aftur í tímann.“ Út úr tjöldunum Í tilkynningu frá SGS kemur fram að með nýju samkomulagi losni félagsmenn SGS undan þeirri kvöð að vera látnir sofa í tjöldum. Björn skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hann út í þessa breytingu. „Þetta var búið að vera lengi í kjarasamningum að það væri heimilt að láta menn gista í tjöldum en það þyrfti að vera trébotn í tjöldunum. Menn hafa hlegið að þessu. En nú má það ekki lengur,“ segir Björn. Um hafi verið að ræða fólk í brúarvinnu og vegagerð. „Menn voru að hlæja að þessu, að árið væri 2020 og allt í lagi að taka út.“ Penninn á lofti hjá SGS SGS, sem er fjölmennasta landssamband verkafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, hefur gengið frá nokkrum fjölda kjarasamninga að undanförnu. Til að mynda samþykktu 17 aðildarfélög sambandsins nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaganna í byrjun febrúar, auk þess sem SGS og Landsvirkjun náðu saman í lok janúar. Samningar SGS við ríkið höfðu verið lausir frá því 31. mars í fyrra. Nýsamþykktur kjarasamningur verður nú borinn undir félagsmenn og standa vonir til að atkvæðagreiðslu ljúki þann 26. mars. Hér að neðan má sjá helstu atriða nýja samningsins, samkvæmt upplýsingum frá SGS. Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019. Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. Vinnuvika vaktavikufólks verður 36 stundir m.v. fullt starf og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem býður upp á manneskjulegra umhverfi með styttri vinnuviku, þar sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri samþættingu einkalífs og vinnu. Tekin er upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum, í tengslum við það eru stofnannasamningar endurskoðaðir og er ráðstafað allt að 142 milljónum króna vegna þessa. Framlag í orlofssjóð hækkar. Fellt út ákvæði um að heimilt sé að láta fólk gista í tjöldum. Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022. Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag. 5. mars 2020 16:27 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag. 5. mars 2020 16:27