Einar Árni: Ánægður með góðan sigur Ísak Hallmundarson skrifar 5. mars 2020 21:30 Einar Árni Jóhannsson ræðir við sína menn í leiknum í kvöld. vísir/bára Njarðvíkingar unnu góðan útisigur á Haukum í Dominos-deild karla í kvöld, 87-76. Með sigrinum styrkir Njarðvík stöðu sína í 5. sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. ,,Ég er mjög ánægður með góðan sigur. Mér fannst við varnarlega bara fínir í dag, við vorum í vandræðum í fráköstunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru mikið að skora eftir sóknarfráköst. Við byrjuðum seinni hálfleikinn sterkt og náðum góðum tökum og þegar við vorum komnir 10 stigum yfir fannst mér við gera þetta nokkuð skynsamlega,‘‘ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. Njarðvík sigraði Hauka einnig í fyrri leik liðanna í nóvember, þá 89-74. ,,Ég er ánægður að ná tveimur góðum sigrum á móti góðu Haukaliði, við förum mjög ánægðir út úr þessu,‘‘ sagði Einar en hann vildi ekki meina að liðið hans hefði tak á Haukaliðinu. ,,Það sem skekkir myndina er að Flenard dettur út en hann var búinn að vera góður í þessum leik, þannig að ég ætla ekki að segja til um eitthvað tak, bara góður sigur.‘‘ ,,Ég er ánægður hvað þetta dreifðist vel og margir voru að hjálpa til í stigaskorinu, en fyrst og síðast er ég ánægður með góðan varnarleik í kvöld.‘‘ Núna nálgast úrslitakeppnin en Einar segir að það verði alltaf erfitt verkefni sama hvaða andstæðing Njarðvík fær í fyrstu umferð. ,,Þetta var næstum því úrslitaleikur um 5. sætið myndi ég segja, ég held að heimaleikjarétturinn sé mjög langsóttur. Það þarf þá eitthvað að ganga á annaðhvort á Króknum eða í Vesturbæ úr því sem komið er. Við ætlum okkur að klára þetta 5. sæti, hvað sem bíður okkar vitum við að verður mjög erfitt verkefni hvort sem það verður sexfaldir Íslandsmeistarar eða Krókurinn. Við tökum því sem að kemur.‘‘ Næsti leikur Njarðvíkur er heimaleikur við Fjölni á fimmtudaginn eftir viku. Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Njarðvíkingar unnu góðan útisigur á Haukum í Dominos-deild karla í kvöld, 87-76. Með sigrinum styrkir Njarðvík stöðu sína í 5. sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. ,,Ég er mjög ánægður með góðan sigur. Mér fannst við varnarlega bara fínir í dag, við vorum í vandræðum í fráköstunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru mikið að skora eftir sóknarfráköst. Við byrjuðum seinni hálfleikinn sterkt og náðum góðum tökum og þegar við vorum komnir 10 stigum yfir fannst mér við gera þetta nokkuð skynsamlega,‘‘ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. Njarðvík sigraði Hauka einnig í fyrri leik liðanna í nóvember, þá 89-74. ,,Ég er ánægður að ná tveimur góðum sigrum á móti góðu Haukaliði, við förum mjög ánægðir út úr þessu,‘‘ sagði Einar en hann vildi ekki meina að liðið hans hefði tak á Haukaliðinu. ,,Það sem skekkir myndina er að Flenard dettur út en hann var búinn að vera góður í þessum leik, þannig að ég ætla ekki að segja til um eitthvað tak, bara góður sigur.‘‘ ,,Ég er ánægður hvað þetta dreifðist vel og margir voru að hjálpa til í stigaskorinu, en fyrst og síðast er ég ánægður með góðan varnarleik í kvöld.‘‘ Núna nálgast úrslitakeppnin en Einar segir að það verði alltaf erfitt verkefni sama hvaða andstæðing Njarðvík fær í fyrstu umferð. ,,Þetta var næstum því úrslitaleikur um 5. sætið myndi ég segja, ég held að heimaleikjarétturinn sé mjög langsóttur. Það þarf þá eitthvað að ganga á annaðhvort á Króknum eða í Vesturbæ úr því sem komið er. Við ætlum okkur að klára þetta 5. sæti, hvað sem bíður okkar vitum við að verður mjög erfitt verkefni hvort sem það verður sexfaldir Íslandsmeistarar eða Krókurinn. Við tökum því sem að kemur.‘‘ Næsti leikur Njarðvíkur er heimaleikur við Fjölni á fimmtudaginn eftir viku.
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira