Þörf á að breyta viðhorfi og hegðun gagnvart stúlkum Heimsljós kynnir 5. mars 2020 14:15 Frá Úganda. gunnisal Framfarir í menntun, og sú staðreynd að fleiri stelpur en nokkru sinni fyrr ljúka grunnskóla og halda áfram námi, hefur ekki marktækt breytt því að stelpur búa enn við ójöfnuð og ofbeldi. Þetta er niðurstaða skýrslu sem UNICEF, Plan International og UN Women hafa gefið út í aðdraganda 64. þings kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Í skýrslunni er rýnt í árangur jafnréttisbaráttunnar á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá kvennaráðstefnunni í Peking. Í skýrslunni kemur fram að dregið hefur verulega úr brottfalli stelpna úr skólum á síðustu tveimur áratugum, eða sem nemur 79 milljónum. Og það gerðist í fyrsta sinn á síðasta áratug að stelpur voru líklegri en strákar til þess að halda áfram námi að loknum grunnskóla. Forsíða skýrslunnar. Kynbundið ofbeldi er hins vegar enn algengt, segir í skýrslunni. Tölur frá 2016 sýna til dæmis að í mansalsmálum voru konur og stúlkur sjö af hverjum tíu, í flestum tilvikum vegna kynferðislegs ofbeldis. Þá segir í skýrslunni að það veki undrun að hartnær ein af hverjum tuttugu stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára – eða um þrettán milljónir – hafi verið nauðgað. Skýrslan sem nefnist –A New Era for Girls: Taking Stock on 25 Years of Progress – kemur ekki aðeins út í tengslum við þing kvennanefndarinnar heldur einnig sem hluti af jafnréttisherferðinni „Generation Equality.“ Heiti skýrslunnar vísar ennfremur í kvennaráðstefnuna í Peking fyrir aldarfjórðungi sem markaði tímamót með undirritun Pekingsáttmálans, sögulegu framfaraspori í réttindamálum kvenna og stúlkna. „Fyrirheitin gagnvart konum og stúlkum sem stjórnvöld í heiminum skuldbundu sig til að efna fyrir aldarfjórðungi hafa ekki verið uppfyllt nema að hluta til. Þótt pólitísk samstaða hafi náðst um mikilvægi þess að stúlkur sitji á skólabekk hafa þær ekki fengið stuðning til að öðlast þá færni sem þær þurfa, ekki aðeins til að móta eigin örlög, heldur til að lifa með reisn í öryggi,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Aðgengi að menntun er ekki nóg - við verðum líka að breyta hegðun og viðhorfi fólks til stúlkna. Raunverulegt jafnrétti verður aðeins þegar allar stúlkur eru öruggar og þurfa ekki að óttast ofbeldi, og frjálsar til að nýta réttindi sín og njóta jafnra tækifæra í lífinu.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Framfarir í menntun, og sú staðreynd að fleiri stelpur en nokkru sinni fyrr ljúka grunnskóla og halda áfram námi, hefur ekki marktækt breytt því að stelpur búa enn við ójöfnuð og ofbeldi. Þetta er niðurstaða skýrslu sem UNICEF, Plan International og UN Women hafa gefið út í aðdraganda 64. þings kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Í skýrslunni er rýnt í árangur jafnréttisbaráttunnar á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá kvennaráðstefnunni í Peking. Í skýrslunni kemur fram að dregið hefur verulega úr brottfalli stelpna úr skólum á síðustu tveimur áratugum, eða sem nemur 79 milljónum. Og það gerðist í fyrsta sinn á síðasta áratug að stelpur voru líklegri en strákar til þess að halda áfram námi að loknum grunnskóla. Forsíða skýrslunnar. Kynbundið ofbeldi er hins vegar enn algengt, segir í skýrslunni. Tölur frá 2016 sýna til dæmis að í mansalsmálum voru konur og stúlkur sjö af hverjum tíu, í flestum tilvikum vegna kynferðislegs ofbeldis. Þá segir í skýrslunni að það veki undrun að hartnær ein af hverjum tuttugu stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára – eða um þrettán milljónir – hafi verið nauðgað. Skýrslan sem nefnist –A New Era for Girls: Taking Stock on 25 Years of Progress – kemur ekki aðeins út í tengslum við þing kvennanefndarinnar heldur einnig sem hluti af jafnréttisherferðinni „Generation Equality.“ Heiti skýrslunnar vísar ennfremur í kvennaráðstefnuna í Peking fyrir aldarfjórðungi sem markaði tímamót með undirritun Pekingsáttmálans, sögulegu framfaraspori í réttindamálum kvenna og stúlkna. „Fyrirheitin gagnvart konum og stúlkum sem stjórnvöld í heiminum skuldbundu sig til að efna fyrir aldarfjórðungi hafa ekki verið uppfyllt nema að hluta til. Þótt pólitísk samstaða hafi náðst um mikilvægi þess að stúlkur sitji á skólabekk hafa þær ekki fengið stuðning til að öðlast þá færni sem þær þurfa, ekki aðeins til að móta eigin örlög, heldur til að lifa með reisn í öryggi,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Aðgengi að menntun er ekki nóg - við verðum líka að breyta hegðun og viðhorfi fólks til stúlkna. Raunverulegt jafnrétti verður aðeins þegar allar stúlkur eru öruggar og þurfa ekki að óttast ofbeldi, og frjálsar til að nýta réttindi sín og njóta jafnra tækifæra í lífinu.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent